Kjarninn - 03.04.2014, Side 46

Kjarninn - 03.04.2014, Side 46
kom malcolm Walker 365 til bjargar? Fjölmiðlar 365 miðla básúnuðu að venju stórkostlega rekstrarafkomu samstæðunnar í síðustu viku án þess að ársreikningur væri birtur samhliða. Reyndar fylgdi sögunni að 2/3 hlutar hagnaðarins væru vegna þess að 365 hefði selt Póstmiðstöðina, sem dreifir Frétta- blaðinu, í lok síðasta árs. Engar eigendabreytingar eru hins vegar skráðar í fyrirtækjaskrá og fyrirtækið enn skráð í eigu 365. Einu upplýsingarnar sem er að finna um mögulega eigendur eru fréttir frá því í janúar að Malcolm Walker, kenndur við Iceland, hafi ætlað að kaupa fyrirtækið af gömlu viðskiptafélögum sínum. framsókn vill nýta tækifærin og hreinsa loftið Það fóru ansi margir af hjörunum þegar forsætis- ráðherra sagðist sjá atvinnuskapandi tækifæri fyrir Ísland í neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga á heiminn allan. Í ályktun landsþings Framsóknar segir að „Með hlýnandi loftslagi skapast ný og spennandi sóknarfæri ... fjölbreyttari innlend matvæla framleiðsla er hluti af því að efla íslenskan land búnað“. Í annarri ályktun segir hins vegar að við verðum að gera miklar kröfur til „hreinleika andrúmsloftsins og umhverfisins alls“. Sigmundur er því samkvæmur annarri ályktun- inni en í andstöðu við hina. Það er ágætis árangur. af netinu Samfélagið segir kjarninn 3. apríl 2014 facebook twitter örn Úlfar SævarSSon Hægt er að sækja um Leiðréttinguna ógurlegu á tímabilinu 15. maí til 1. september 2014. Maður hefur semsagt alveg maí, júní, júlí og ágúst til að pæla í hvort maður ætli að fá þetta? Þriðjudagur 1. apríl Silja bára ómarSdóttir Eruði að grínast með að Englar alheimsins, sýningin sem ég missti af vegna ferðalaga, sé í beinni akkúrat þegar ég sit á flugvelli? sunnudagur 30. mars freyr eyjólfSSon Er staddur í stuttri Íslandsheimsókn. Hitti gamla frænku í Bónus, sem heilsaði mér með þessum orðum: "Mikið lítur þú vel út, og þú ert með þínar eigin tennur og allt" miðvikudagur 2. apríl þoSSi @thossmeister Alltaf jafn vinaleg skilnaðar stemmning í Krossinum miðvikudagur 2. apríl maría lilja þraStar @marialiljath Hví að sætta sig við einhvern ísbjörn í Húsdýragarðinn þegar hægt er að bíða smá og fá þann allra síðasta. #tourists #tækifæriíhlýnunjarðar miðvikudagur 2. apríl þóra tómaSdóttir @thoratomas ég er orðin svo beitt í skattframtalinu að ég gæti skorið gler með augnaráðinu #virðisauki #útskattur #troðiðþessu þriðjudagur 1. apríl 01/01 Samfélagið Segir

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.