Kjarninn - 03.04.2014, Page 87

Kjarninn - 03.04.2014, Page 87
02/03 kjaftæði Það er eiginlega ekki hægt að hafa samúð með því fólki. Er ekki annars frekar kjánalegt að trúa á svona kjaftæði? Varla kemur það heim og saman við það sem er vitað um vísindin að baki stjörnuspeki, draumaráðningum, árulestri, talnaspeki eða hvers konar öðru vúdú – enda eru engin slík vísindi til. Samt viðurkennir Hillary Clinton, sem er tæplega andlegur eftirbátur, að hafa átt samtöl við hin löngu látnu Eleanor Roosevelt og Gandhi, og stærðfræðingurinn Alan Turing, faðir gervigreindarinnar, trúði að sumt fólk gæti lesið hugsanir. Á Facebook keppist fólk um að deila með vinum sínum einhverju spili sem það „dró“ á tölvuskjánum og lýsir tarotspádómi viðkomandi. Rétt eins og html-kóðinn að baki hafi innanbúðar- upplýsingar um persónu og framtíð þess sem smellti á músina. Það þarf ekki meira en grunnþekkingu á tölvum til að vita hvernig það virkar, en ótrúlega margir kjósa að líta framhjá því augljósa og telja sér trú um að þarna sé komin einhver lausn, eitthvert svar, eitthvert ljós til að lýsa veg lífs þeirra, eða hrein- lega bara pínkulítið rafrænt faðmlag, sem segir viðkomandi að hlutirnir verði betri innan skamms. Svo segir Michael Shermer, vísindasagnfræðingur og ritstjóri Sceptic- tímaritsins. Hann hefur rannsakað hvað gerir það að verkum að vel gefið fólk trúir gagnrýnislítið á húmbúkk, en að hans sögn má rekja það til þess að klárt fólk er þjálfað til að færa rök fyrir hlutunum, og það nýtir þessa hæfileika til að rökstyðja fyrirbæri eins og stjörnuspeki og árulestur, sem byggð eru á veikum grunni. Þannig getur það sannfært sig og aðra um að þó að þetta sé jafnvel allt saman „bara til skemmtunar“ sé það nú samt „algjör meyja“ og að það þurfi „að passa að finna sér sporðdreka eða hrút, ekki krabba eins og Hvað-sem-hann-heitir“. Helst með fjólubláa áru. „Þannig getur það sannfært sig og aðra um að þó að þetta sé jafnvel allt saman „bara til skemmtunar“ sé það nú samt „algjör meyja“ og að það þurfi „að passa að finna sér sporðdreka eða hrút, ekki krabba eins og Hvað-sem- hann-heitir“. Helst með fjólubláa áru.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.