Kjarninn - 03.04.2014, Page 19

Kjarninn - 03.04.2014, Page 19
11/13 ViðSkipti fjármálakerfið líka – már undir pressu Það eru ekki aðeins helstu iðnfyrirtækin sem eru undir smá- sjánni. Fjármálakerfið er það sömuleiðis, og þá í tengslum við afnám hafta og úrvinnslu úr eignum þrotabúa föllnu bank- anna. Íslenska ríkið á 13 prósenta hlut í Arion banka, fimm prósent í Íslandsbanka og 98 prósent í Lands bankanum. Framtíðarskipan fjármálakerfisins, hvað eignarhald varðar og almenna stefnu sömuleiðis, er á borði stjórnvalda og Seðlabanka Íslands af þessum sökum. Mikil umræða hefur átt sér stað í viðskiptalífinu að undanförnu um þessa stöðu, ekki síst um opinbera gagn- rýni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra á Seðlabanka Íslands, mögulegar breytingar á lögum um Seðlabankann og mikla umfjöllun fjölmiðla um launamál Más Guðmundssonar seðlabankastjóra gegn Seðlabankanum sjálfum. Kjarninn hefur undir höndum tölvupóst sem sýnir glögg- lega að ýmislegt er skeggrætt á meðal áhrifafólks í viðskipta- lífinu um þessi mál. Póstinn sendi Helgi Magnússon, fjár- festir og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna, á ýmsa áhrifamenn í viðskiptalífinu, þar á meðal stjórnar menn í lífeyrissjóðum og fjárfesta. Í póstinum leggur Helgi út frá því hvers vegna Morgun- blaðið hafi verið svo upptekið af því að fjalla um Má Guðmunds son og launamál hans gegn Seðlabankanum. Hann segir að undirliggjandi séu nokkrar ástæður sem séu frekar „subbulegar“, þar á meðal að Framsóknar flokkurinn og Sjálfstæðis flokkurinn vilji komast að stýrinu í Seðla- bankanum til þess að ráða því í hvaða höndum eignir sem Seðlabankinn heldur á, þar á meðal kröfur í bú föllnu bankanna, lendi. Þá segir hann Davíð Oddsson, fyrrverandi formann stjórnar Seðlabanka Íslands og nú ritstjóra Morgun- blaðsins, vera að reyna að bæta ímynd sína. Bréfið var sent 16. mars síðastliðinn. Orðrétt segir Helgi í bréfinu:

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.