Kjarninn - 03.04.2014, Blaðsíða 60
04/06 álit
að hafa verið einhver um miðjan níunda áratuginn á meðan
Kalda stríðið var enn í algleymingi en þegar komið var fram
á tíunda áratug síðustu aldar hafði það fjarað út. Þá hentaði
betur að heyja áróðursstríð við umhverfisverndarsamtök en
troða illsakir við við stjórnvöld í Washington.
ekkert til sparað
Ísland sagði sig úr IWC árið 1991 en sýnt þótti að veiðar undir
merkjum NAMMCO (Norður-Atlantshafssjávarspendýra-
ráðsins) stæðust ekki þjóðarrétt þar eð aðildarríkin eru bara
Ísland og Noregur, auk Færeyja og Grænlands, en hvorugt
þeirra er fullvalda.
Ekki dró því til tíðinda fyrr en í mars
1999, er Alþingi dró til baka fyrri þings-
ályktun frá 1983 um að andmæla ekki
hvalveiðibanninu. Nú skyldi siglt til veiða
á ný. Til að auðvelda verkið kvað ályktunin
einnig á um að Alþingi fæli „ríkisstjórn-
inni að undirbúa hvalveiðar, meðal annars
með því að kynna málstað og sjónarmið
Íslendinga meðal viðskiptaþjóða okkar.
Undirbúningur miði að því að veiðar geti
hafist sem fyrst. Kostnaður við kynninguna
verði greiddur úr ríkissjóði. Öllu kynningar-
starfi verði flýtt svo sem auðið er“.
Aldrei hefur fengist viðhlítandi svar
við því hversu miklum fjármunum hefur verið varið í þetta
kynningar átak, en samkvæmt upplýsingum bandaríska
dómsmálaráðuneytisins greiddi íslenska ríkið almanna-
tengslafyrirtækinu Plexus Consulting Group 180 þúsund
dollara á ári, auk kostnaðar, frá árinu 2000 og allt þar til
Einar K. Guðfinnsson lét af embætti í janúar 2009.
Brottför hersins greiðir fyrir hvalveiðum
Eftir að sendiherra Bandaríkjanna, James Gadsden, hafði
tilkynnt Davíð Oddssyni forsætisráðherra að herinn
væri á förum kynnti Ísland aðra fjögurra ára áætlun um
„Því verður að
spyrja hvort
hvalveiðar gangi
fyrir áherslum
utanríkisráðherra
á að efla tengslin
við Washington.
Hvaða hagsmuna-
mat er þar að baki?“