Kjarninn - 03.04.2014, Síða 50

Kjarninn - 03.04.2014, Síða 50
02/07 Viðtal B andaríski vefrisinn Google hefur undanfarin fjögur ár víkkað starfsvið sitt úr heimi hug- búnaðar á veraldarvefnum og hafið stórsókn á hinum ört vaxandi snjallsímamarkaði. Fyrstu skrefin voru stigin þegar Google gaf út Android- stýrikerfið fyrir snjallsíma árið 2008 og rúmu ári síðar hóf það sölu á Nexus-símanum sem er sérhannaður fyrir stýrikerfið. Síðan hefur Google keypt fjölda fyrirtækja sem hanna og smíða vélbúnað. Má þar nefna Nest, fyrirtæki sem Kjarninn greindi frá fyrir skemmstu og framleiðir reyk- og gasskynjara fyrir heimilið. Google ætlar þó ekki aðeins að taka þátt í samkeppni um tækni sem þegar hefur verið svo sem nánast fullkomnuð heldur horfir langt til framtíðar: Í gegnum Google Glass. Maður er nefndur Robert Wong. Hann er grafískur hönnuður, starfar sem yfirhönnuður á hönnunarstofu Google í New York og á heiðurinn af mörgum af helstu listasmíðum fyrirtækis ins, bæði á vefnum og í „raunheimum“. Wong var staddur hér landi um síðustu helgi í tengslum við Hönnunarmars og kynnti starf sitt og þá miklu hönnunarvinnu sem fram fer hjá Google á hverjum degi. Með honum í för var kennsluteymi frá Lundúnum sem leyfði áhugasömum að prófa Google Glass í verslun Advania í Guðrúnartúni. myndband varð upphaf að nýrri tækni Það er engin tilviljun að Google Glass-teymið hafi fylgt yfirhönnuðinum hingað til lands því Wong, ásamt hönnunarteymi sínu í New York, á heiðurinn af hvernig tölvugleraugun virka. Fyrir tveimur árum hóf Google að þróa þessa nýju tækni sem gerir notandanum kleift að fá hvers kyns upplýsingar birtar á örlítinn skjá rétt innan við jaðar- sjón sína. Þá var hins vegar óljóst hvernig og hvaða upplýs- ingar áttu að birtast fyrir augum notandans. Wong ákvað Viðtal Birgir Þór Harðarson L @ofurbiggi „Fyrir mér er takmarkið að tæknin hverfi, þó að við munum alltaf njóta þess sem tæknin býður uppá. Ég veit auðvitað ekkert hvernig það mun líta út. Kannski verður þetta Star Trek- pinni, fötin þín, eitthvað sem þú setur í eyrað, jafnvel derhúfa.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.