Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 5
02/04 lEiðari
kassann út
Á sama tíma hefur verið skipuð enn ein nefndin um afnám
gjaldeyrishafta. Í henni sitja þrír menn. Þeir taka við
kyndlinum af öðrum hópi sem skipaður var sex mönnum
í nóvember 2013 og kynnti niðurstöðu sína fyrir þröngum
hópi ráðamanna í byrjun apríl. Þær niðurstöður hafa ekki
verið kynntar í samráðsnefnd um afnám hafta. Henni er ekki
treyst fyrir þátttöku og því verður engin þverpólitísk sátt um
þetta stærsta verkefni íslensks samtíma.
Þeir sem hafa fengið að ræða við einhverja úr þessum
leynihópum undanfarnar vikur eru þó
allir sammála um að þar sé verið að stefna
að því að setja þrotabú föllnu bankanna
í þrot, leysa eignir þeirra til dótturfélags
Seðlabanka Íslands og borga kröfuhöfum út
í krónum sem verði bundnar mjög stífum
höftum. Þetta verður gert með kassann úti
og á blússandi sjálfstraustssterum.
Vegna þessa eru stærstu kröfuhafarnir,
stórir fjárfestingar- og vogunarsjóðir, að
búa sig undir að bregðast við slíkri gjörð
með frystingum eigna, lögbönnum og öðrum
verkfærum sem þeir telja sig geta beitt ef
íslenska ríkið gerir erlendar eignir þeirra
upptækar. Hinir, nokkur þúsund minni kröfuhafar, sem
margir eru upprunalegir og hafa tapað miklu á viðskiptum
sínum við íslenska banka, klóra sér í hausnum yfir því að fá
ekki að slíta þrotabúum bankanna og fá skertan hluta eigna
sinna til baka.
Hin eilífa vöntun á gjaldeyri
Að mati Seðlabankans, greiningaraðila og í raun allra sem
málið skoða virðist hins vegar ljóst að erfitt verði að afnema
höft á næstunni, sérstaklega vegna þess að viðskiptajöfnuður
mun ekki duga fyrir afborgunum lána sem íslenskir skulda
erlendum. Það þýðir að Ísland aflar ekki nægilega mikils
gjaldeyris til að standa við samningsbundnar afborganir lána
„Vegna þessa eru
stærstu kröfu-
hafarnir, stórir
fjárfestingar- og
vogunarsjóðir,
að búa sig undir
að bregðast við
slíkri gjörð með
frystingum eigna.“