Kjarninn - 01.05.2014, Side 16

Kjarninn - 01.05.2014, Side 16
06/07 HEilbrigðiSmál þeirra er fjölmargt að finna sem rennir stoðum undir áhyggjur Sálfræðingafélags Íslands af stöðu mála. Þar segir að kvíði sem ekki sé unnið með á æskuárunum sé líklegur til þess að verða farvegur fyrir þunglyndi og alvarlegri geðsjúkdóma og í kjölfar efnahagskreppunnar hafi komið fram sterkar vísbendingar um að tilfinningavandi barna hérlendis hafi aukist. Samkvæmt bestu mögulegu þekkingu eigi að bjóða upp á gagnreynda sálfræðimeðferð, nánar tiltekið hugræna atferlismeðferð, áður en gripið sé til annarra úrræða eins og lyfjagjafar. Þetta er í samræmi við áðurnefndar klínískar leiðbeiningar Landspítalans. Þá segir í þingsályktunartillögunni að sé ekki tekið á vandanum í barnæsku burðist fólk með hann inn í fullorðins- árin með alvarlegum afleiðingum fyrir viðkomandi, fjöl- skyldu og samfélagið í heild sinni. Í tillögunni segir ennfremur að tæplega 40 prósent þeirra sem eru 75 prósent öryrkjar hér á landi séu það vegna geð- raskana. Þá hafi því verið spáð að árið 2020 verði þunglyndi önnur mesta orsök örorku í heiminum og kostnaður sam- félagsins vegna bóta, glataðra skatta, óhóflegrar notkunar á heilbrigðis- og félagsþjónustu, lyfjum og öðru sé gríðar- legur. Erlendis hafi verið reiknað út að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að ráðast í átak til að sporna við alvarlegum afleiðingum tilfinningavanda og bjóða upp á bestu mögulegu meðferð í samræmi við klínískar leiðbeiningar. Með því að veita börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra meðferð í dag sé unnið gegn framtíðarvanda. Foreldrar séu órjúfan- legur hluti af lífi barna sinna, og fullorðið fólk snúi hjólum atvinnu lífsins, og því þurfi samhliða að vinna að sambærilegri aðgerðará ætlun til þess að auka aðgengi fullorðins fólks að gagnreyndum sálfræðimeðferðum og bæta geðheilbrigðiskerfi landsmanna allra með þrepaskiptri nálgun þar sem skimað verði fyrir vanda og almenn þjónusta veitt í nærumhverfi. ástæða til hóflegrar bjartsýni Eins og ofangreind þingsályktunartillaga ber með sér, þá virðast stjórnvöld vera að opna augun fyrir mikilvægi þess

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.