Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 16

Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 16
06/07 HEilbrigðiSmál þeirra er fjölmargt að finna sem rennir stoðum undir áhyggjur Sálfræðingafélags Íslands af stöðu mála. Þar segir að kvíði sem ekki sé unnið með á æskuárunum sé líklegur til þess að verða farvegur fyrir þunglyndi og alvarlegri geðsjúkdóma og í kjölfar efnahagskreppunnar hafi komið fram sterkar vísbendingar um að tilfinningavandi barna hérlendis hafi aukist. Samkvæmt bestu mögulegu þekkingu eigi að bjóða upp á gagnreynda sálfræðimeðferð, nánar tiltekið hugræna atferlismeðferð, áður en gripið sé til annarra úrræða eins og lyfjagjafar. Þetta er í samræmi við áðurnefndar klínískar leiðbeiningar Landspítalans. Þá segir í þingsályktunartillögunni að sé ekki tekið á vandanum í barnæsku burðist fólk með hann inn í fullorðins- árin með alvarlegum afleiðingum fyrir viðkomandi, fjöl- skyldu og samfélagið í heild sinni. Í tillögunni segir ennfremur að tæplega 40 prósent þeirra sem eru 75 prósent öryrkjar hér á landi séu það vegna geð- raskana. Þá hafi því verið spáð að árið 2020 verði þunglyndi önnur mesta orsök örorku í heiminum og kostnaður sam- félagsins vegna bóta, glataðra skatta, óhóflegrar notkunar á heilbrigðis- og félagsþjónustu, lyfjum og öðru sé gríðar- legur. Erlendis hafi verið reiknað út að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að ráðast í átak til að sporna við alvarlegum afleiðingum tilfinningavanda og bjóða upp á bestu mögulegu meðferð í samræmi við klínískar leiðbeiningar. Með því að veita börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra meðferð í dag sé unnið gegn framtíðarvanda. Foreldrar séu órjúfan- legur hluti af lífi barna sinna, og fullorðið fólk snúi hjólum atvinnu lífsins, og því þurfi samhliða að vinna að sambærilegri aðgerðará ætlun til þess að auka aðgengi fullorðins fólks að gagnreyndum sálfræðimeðferðum og bæta geðheilbrigðiskerfi landsmanna allra með þrepaskiptri nálgun þar sem skimað verði fyrir vanda og almenn þjónusta veitt í nærumhverfi. ástæða til hóflegrar bjartsýni Eins og ofangreind þingsályktunartillaga ber með sér, þá virðast stjórnvöld vera að opna augun fyrir mikilvægi þess
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.