Kjarninn - 01.05.2014, Síða 26

Kjarninn - 01.05.2014, Síða 26
08/09 MenntaMál gafst möguleiki á að merkja við fleiri en einn kost. Rúmlega 20% svarenda hökuðu við þá fullyrðingu að þeir hefðu sætt gagnrýni af hálfu hagsmunaaðila í atvinnulífi og sjötti hver sagðist hafa mátt þola gagnrýni frá stjórmálamanni eða -mönnum við sömu aðstæður. Þegar tekið hefur verið tillit til þess að einhverjir hökuðu við fleiri en einn kost í spurn- ingunni kemur í ljós að 42% aðspurðra, sem á annað borð höfðu rætt við fjölmiðla, höfðu sætt gagnrýni frá einhverjum þeirra valdahópa sem spurt var um. Enn fremur sögðust sex prósent svarenda hafa fengið hótun frá stjórnmála manni eða -mönnum eftir að hafa tjáð sig sem vísinda- eða fræðimaður við fjölmiðla í tilteknu máli og sama hlutfall hafði fengið hótun frá hagsmunaaðilum í atvinnulífi við sömu aðstæður. Þessu til viðbótar voru tæp- lega sex af hverjum tíu svarenda frekar eða mjög sammála því að akademísku frelsi fræði- og vísindamanna á Íslandi stafaði ógn af gagnrýni eða hótunum frá stjórnmálamönnum, valdafólki í efnahagslífi eða öðrum hagsmunaaðilum í atvinnulífi en einungis fimmtungur sagðist ósammála slíkri fullyrðingu. Frekari niðurstöður má sjá hér til hliðar. Í athugasemdum í lok könnunar lýsti hluti þátttakenda áhyggjum af stöðu mála, meðal annars að stjórnmála- menn græfu markvisst undan sérþekkingu og að viðbrögð hagsmuna aðila við störfum vísindamanna hefðu áhrif á nýliðun á tilteknum fræðasviðum. Út frá samtölum við há- skólafólk og athugasemdum í könnuninni kemur jafnframt í ljós að margir þekkja til háskólafólks sem orðið hefur fyrir aðkasti eða þrýstingi eftir að tjáð sig í fjölmiðlum um tiltekin þjóðfélagsmál. Ógn við akademískt frelsi Tæplega sex af hverjum tíu svarenda voru frekar eða mjög sammála því að akademísku frelsi fræði- og vísindamanna á Íslandi stafaði ógn af gagn- rýni eða hótunum frá stjórn- málamönnum, valdafólki eða öðrum hagsmunaaðilum.

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.