Kjarninn - 01.05.2014, Síða 30

Kjarninn - 01.05.2014, Síða 30
02/03 grEining Franz Ferdinand var drepinn í Sarajevo hinn 28. júní 1914. Í kjölfarið hefst sagan óborganlega af Svejk, dátanum seinheppna. Hann gengur í herdeild Austurrísk-ungverska keisaradæmisins og hefur síðan göngu sína í gegnum hörm- ungar fyrri heimsstyrjaldarinnar. Á mánudaginn fékk ég stutt skilaboð í símann minn frá fréttaþjónustu Wall Street Journal, þar sem sagði orðrétt: Tugþúsundir rússneskra hermanna eru við landamæri Úkraínu. Raðir skriðdreka sömuleiðis. Spennan magnast. Í Úkraínu, alveg eins og Sarajevo á sumarmánuðum 1914, er uppi ógnvænleg staða. Landið er, að því er virðist, að liðast í sundur innan frá. Þannig var staðan einnig þegar bílaröð Franz Ferdinands og fylgisveina hans varð fyrir skotárásinni í heimsókninni til Oskars Potiorek hershöfðingja sem hafði boðið erkihertoganum að vera viðstaddur hersýningu. Innanmein, efnahagslegir erfiðleikar, sundurlyndi og sífellt vaxandi samfélags ólga breytti samfélagsgerðinni í púður- tunnu sem sprakk. Getur svipað gerst núna? Geta stríðsátök brotist út í Austur-Evrópu þar sem Rússar eru helsta ógnin við nágranna ríkið Úkraínu? Er hættan á þessu ofmetin? Spurningarnar eru komnar fram Þessar spurningar eru farnar að sjást víða í fjölmiðlaumræðu á erlendum vettvangi og ýmsir stjórnmálamenn virðast telja að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sé hættulegur og veruleikafirrtur. Angela Merkel sagði það berum orðum og Carl Bildt sagði að Pútín myndi ekki linna látum fyrr en hann væri búinn að ná algjörum yfirtökum í Kíev, höfuðborg Úkraínu. Enginn getur sagt til um það með vissu hvort stríð getur brotist út en spor sögunnar hræða. Ólíkt því sem var þegar morðið á Franz Ferdinand ýtti fyrri heimsstyrjöldinni af stað, þó að slíkt sé vitaskuld einföldun á flóknari atburðarás, er sterkt friðarhvetjandi fyrirkomulag fyrir hendi sem birtist í alþjóðapólítískum stofnunum. Þar eru Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið áberandi, en einnig vettvangur þar „Frásagnar- gáfa Haséks var mögnuð og afköstin á stutt- um ferli með ólíkindum.“

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.