Kjarninn - 01.05.2014, Page 35

Kjarninn - 01.05.2014, Page 35
03/07 dómSmál mikill áhugi á að eiga fjölmiðlana áfram Nýja félagið sem keypti fjölmiðlana fékk nafnið Rauðsól ehf. en því var síðar breytt í 365 miðla ehf. og rekur það í dag fjölmiðla á borð við Stöð 2, Fréttablaðið, Bylgjuna og Vísi.is auk fjölda annarra sjónvarps- og útvarpsstöðva. Það er nú að langmestu leyti í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs. Á þeim tíma sem salan fór fram skuldaði 365 ehf. tæpa sex milljarða króna og voru 1,5 milljarðar króna á gjalddaga 5. nóvember 2008. Fyrir hafði legið í meira en ár að nýtt hlutafé þyrfti til að mæta þessum gjalddaga. Ómögulegt reyndist hins vegar fyrir hluthafana að útvega sér lánsfé til að standa við aukninguna. Því blasti við sú staða að ekki væri hægt að standa við gjalddagann og því gætu kröfuhafar félagsins leyst það til sín. Lítill áhugi virtist hins vegar vera hjá meirihluta stjórnar á því að gefa 365 upp til gjaldþrotaskipta. Þessi í stað var ákveðið að ráðast í ofangreindar aðgerðir. laNdsbaNkINN UpplýsIr ekkI UM HVaða UppHæðIr er að ræða Í svari Landsbankans við fyrirspurn Kjarnans um málið segir að Landsvaki hafi talið „að með sölu eigna til aðaleiganda og ráðstöfun söluandvirðis til greiðslu sumra kröfuhafa hefði kröfuhöfum verið mismunað og taldi sig geta sótt bætur í hendur stjórnarmanna Íslenskrar afþreyingar hf. [áður 365 ehf.] og hóf málarekstur vegna þess fyrir dómstól- um. Vorið 2012 tóku Landsbréf hf. sjóðinn yfir og voru eftir það með fyrirsvar á kröfunni f.h. sjóðsins. Ákveðið var að semja um uppgjör hennar í janúar 2013“. Að mati Landsbankans miðar sáttin að því að tryggja þeim sem áttu hlutdeildarskírteini í sjóðn- um sem mestar endurheimtur: „Það var okkar mat á þeim tíma að við gerðum rétt í að ná þeirri sátt sem við náðum, enda alls óvíst um niðurstöður dómsmáls sem byggði á skaðabótakröfu sem engin fordæmi voru fyrir í íslenskum rétti. Þess utan var engan veginn sjálfgefið að kröfur hefðu innheimst að lokinni dómsmeðferð sem hefði getað tekið nokkur ár. Með þessu fengum við meira fyrir okkar snúð en aðrir –f.h. eigenda sjóðsins – enda vorum við einu fulltrúar skuldabréfaeigenda í nefndum skuldabréfaflokki sem freistaði þess að ná fram einhverjum rétti á þessum grundvelli.“ Bankinn vill ekki upplýsa hve mikið mennirnir fjórir greiddu. Í svari hans segir að „við lítum svo á að upphæðirnar og endurheimtur einstakra eigna í nefndum sjóði séu á milli okkar og sjóðsfélaganna og þeir hafa allar upplýsingar eins og vera ber en okkur beri ekki, né sé það skylt að veita öðrum en þeim, þær upplýsingar“. Heimildir Kjarnans herma að upprunaleg krafa Landsvaka í málinu hafi verið um 130 milljónir króna en að mennirnir fjórir hafi einungis greitt hluta hennar til að sleppa frá mál- sókninni. Greiðsla hvers og eins hljóp þó á tugum milljóna króna.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.