Kjarninn - 01.05.2014, Page 46
06/06 Úkraína
Innrás er þó ekki eini möguleikinn í stöðunni. Pútín
gæti líka nýtt sér áfram reiði fólks í austurhluta landsins og
stuðlað áfram að upplausn og uppreisn. Í slíku ástandi er
erfitt að halda fyrirhugaðar forsetakosningar hinn 25. maí og
þá getur hann haldið áfram að halda því fram að stjórnvöld
í Kíev séu ólögmæt og hafi ekki umboð. Þannig getur hann
unnið að því að Úkraína verði sambandsríki Rússlands og
undir hans stjórn.
En það er ekki bara í austurhluta landsins sem fólk er
óánægt. Margir þeirra sem tóku þátt í mótmælunum á Sjálf-
stæðistorgi eru svekktir yfir því hvernig málin hafa þróast.
Fólk tók áhættu af því að það vildi raunverulegar breytingar.
Það vildi losna við spillinguna. Nú eru helstu frambjóðendur
til forseta Júlía Tímósjenkó, fyrrverandi forsætisráðherra
og óligarki, og Petró Porosjenkó, milljarðamæringur sem
studdi mótmælin á Sjálfstæðistorgi en hafði fram að því verið
ráðherra undir Janúkovitsj. Valdabaráttan í Úkraínu hefur
sitt að segja um ástandið, ekki síður en áhrif Rússa.
Óánægjan stafar ekki síst af slæmu efnahagsástandi.
Í Kíev og þar í kring eru húsnæðislán til dæmis að sliga
marga, lán sem voru tekin í erlendri mynt fyrir kreppu.
Óstöðugleikinn hefur gert illt verra og jafnvel þó að Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn hafi samþykkt lán til ríkisins mun
það hafa niðurskurð í för með sér, sem er ekki líklegur til
vinsælda.
ítarEfni
Ukrainian extremists
will only triumph if
Russia invades
Eftir Timothy Snyder
í New Statesman
Kremlar-klönin
Eftir Þórunni Elísabetu
Bogadóttur í Kjarnanum
Ukraine crisis: Russian
RIùFLDOVWDUJHWHGE\
sanctions
Um refsiaðgerðir Bandaríkjanna
og Evrópusambandsins á vef BBC
Smelltu á fyrirsagnirnar
til að lesa ítarefnið