Kjarninn - 01.05.2014, Side 54

Kjarninn - 01.05.2014, Side 54
01/01 SpES 01/01 spes kjarninn 1. maí 2014 SpES Þyngsta kona heims í megrun svo hún komist í kirkju til að giftast elskhuganum Þarf að missa 127 kíló fyrst fyrir hjáveituaðgerð H in 38 ára gamla Charity Pierce er þyngsta kona í heimi, en hún vegur tæp 356 kíló. Charity er nú komin í megrun, en hún er harðákveðin í því að ganga að altarinu til að eiga unnusta sinn, hinn tággranna 22 ára gamla Tony Saur. Til þess að af giftingunni geti orðið þarf Charity, sem hefur ekki farið út úr húsi síðan árið 2001 sökum stærðar sinnar, að missa 127 kíló svo hún komist í hjáveituaðgerð. Læknar hafa ítrekað varað Charity við því að hún verði ekki langlíf nema hún léttist töluvert. Tony hefur aðstoðað Charity við að fækka hitaeiningum úr 10.000 niður í 1.500 á dag. Fyrir megrunina borðaði hún morgunkorn, tvær pítsur, tvær stórar samlokur, fimm kleinuhringi, tvo diska af lasagna, Kit-Kat súkkulaðistykki, stóra skál af poppi og sætindi á degi hverjum. Í viðtali við bandaríska fjölmiðla sagði Tony: „Ég hef aldrei sett þyngd Charity fyrir mig. Ég veit að hún verður falleg brúður. Ég hef áhyggjur af því að hún deyi, en ég ætla að hjálpa henni að léttast.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.