Kjarninn - 01.05.2014, Side 58

Kjarninn - 01.05.2014, Side 58
02/03 álit mér finnst að fólk eigi að reyna eftir fremsta megni að eyða peningum sínum á Íslandi. Annað sem ég hef sterkar skoð- anir á er mjög ódýr fjöldaframleidd föt sem seld eru í stórum verslana keðjum – fötunum er hrúgað þar inn og þjónustan er lítil sem engin. Ég vildi heldur að strákarnir legðu metnað í að finna sér góðar og vandaðar flíkur sem seldar eru á Íslandi og um leið eiga góða upplifun við kaupin. Þessa skoðun mína viðra ég við hvern sem vill heyra hana og fyrrverandi liðsfélagar mínir í Val og Þrótti fengu líka að heyra tuðið í mér þegar þeir keyptu sér hrúgurnar af fatnaði á Spáni. Það má ekki gleyma því að margt smátt gerir eitt stórt og þessi innkaupastefna er ekkert endilega ódýrari til lengri tíma litið. Þegar ég ráðlegg fólki í fatakaupum legg ég mikla áherslu á gæði og notkunarmöguleika. Í þessum tiltekna verslunarleiðangri heyrði ég nokkrar mjög athyglisverðar línur frá strákunum: „Æ, það er ekki til Large svo ég kaupi bara Medium. Hvort sem er svo ódýrt, skiptir ekki máli.“ „Ég mun örugglega aldrei nota þetta aftur en skiptir ekki máli, kostar svo lítið.“ „Ég kaupi bara marga svona boli, hlaupa alltaf í þvotti og verða of litlir.“ Ég tek það fram að þetta er alls ekki bundið við KR-inga og hef ég heyrt svipaðar setningar frá liðsfélögum mínum í öðrum félögum þar sem ég hef leikið. Auðvitað er gaman að versla erlendis og ég er ekki að biðja fólk um að sleppa því alfarið. Mín skoðun er þó sú að margir af liðsfélögum mínum væru ánægðari í dag ef þeir hefðu keypt sér eina fallega vandaða flík í verslun á Íslandi stað þriggja í ódýru verslununum á Spáni. Þá hefðu þeir einnig styrkt íslenskan efnahag og um það snýst þetta allt að mínu mati. Ég versla við þig og þú verslar við mig, ekki við risakeðjuverslun á Spáni. Styrkjum íslenska kaupmenn og setjum traust okkar á þá. Rekstrar- umhverfið á Íslandi er nægilega erfitt fyrir þó að við flykkju- mst ekki öll til útlanda að versla. Íslenskum verslunum hefur vaxið ásmegin undanfarin „Mér finnst að fólk eigi að reyna eftir fremsta megni að eyða peningum sínum á Íslandi. “

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.