Kjarninn - 01.05.2014, Page 60
01/05 piStill
g
nóttstaða í bandaríkjadollara; skortstaða í
þýsku marki, frönskum franka og ítalskri líru.
Þannig hljóðaði fyrsta fjárfesting fyrsta
vogunar sjóðs veraldarsögunnar, sem hóf
starfsemi í Bretlandi hinn 1. janúar árið 1920, en
fjárfestingin merkti að sjóðurinn græddi ýmist þegar banda-
ríkjadollarinn styrktist eða síðarnefndu myntirnar veiktust
gagnvart breska pundinu.
Þrátt fyrir að sjóðurinn hafi verið stofnaður fyrir hartnær
öld síðan er, þegar nánar er að gáð, ótrúlegt hve svipaður
hann var mörgum vogunarsjóðum nútímans. Sjóðurinn var
ekki opinn almenningi, heldur voru fjárfestarnir fáir og
sterkefnaðir og treystu vogunarsjóðsstjóranum vel. Hann
nýtti sér lánsfé (þ.e. vogun – sem sjóðirnir sækja nafn sitt til
á íslensku) til þess að fjárfesta fyrir stærri upphæðir og ná
fram meiri ávöxtun en ella, og vílaði ekki fyrir sér að veðja á
verðlækkun á fjármálamörkuðum frekar en verðhækkun.
að hugsa eins og
vogunarsjóður
Hafsteinn Hauksson veltir fyrir sér vogunarsjóðum
og aðferðum þeirra til þess að ávaxta fé sitt.
piStill
Hafsteinn Hauksson
hagfræðingur
kjarninn 1. maí 2014