Kjarninn - 01.05.2014, Qupperneq 61

Kjarninn - 01.05.2014, Qupperneq 61
02/05 piStill Merkilegri var fjárfestingarstefnan sem slík, en með því að fjárfesta í þjóðargjaldmiðlum ríkja sitthvoru megin Atlantshafsins ætlaði sjóðsstjórinn sér að gera nokkuð sem enginn hafði áður reynt; að græða kerfisbundið á gengis- breytingum gjaldmiðla einum saman. Það þarf reyndar engan að undra að hugmyndin hafi þótt nýstárleg, enda hefðu álíka fjárfestingar verið óhugsandi áratug fyrr, þegar svo til allir gjaldmiðlar heims voru á gullfæti. Það þurfti heimsstyrjöldina fyrri til þess að riðla gullfótarskipulaginu og geta af sér flotgengi svo að fjárfestingar á borð við þessar yrðu mögulegar. Sjóðsstjórinn keynes! Merkilegast af öllu var þó hver sjóðsstjórinn sjálfur var; enginn annar en John Maynard Keynes, einn þekktasti hagfræðingur sögunnar, sem dvaldi í rúminu til hádegis á hverjum morgni, las fjármálatíðindi og hringdist á við miðlara á meðan hann drakk morgunteið sitt. Það er ef til vill svolítið erfitt að ímynda sér Keynes, hæglátan fræðimann sem stundum er út málaður merkisberi vinstrimennsku og ríkisafskipta, í hlutverki vogunarsjóðsstjóra, sem á móti eru oft útmálaðir botn- sugur óheflaðs kapitalisma. Kannski er það til marks um að hvorugur merkimiðinn eigi fyllilega rétt á sér. Í öllu falli eru ævisagnaritarar Keynes á einu máli um að rekstur vogunarsjóðsins hafi haft góð áhrif á hann frekar en hitt; spá kaupmennskan gerði hann að betri hagfræðingi, og hag- fræðin gerði hann að betri spákaupmanni eins og Nicholas Davenport komst að orði. En hvað var það sem Keynes lærði af því að stýra vogunar- sjóði? Hvað gera annars vogunarsjóðsstjórar og hvernig nálgast þeir hlutverk sitt? Það er spurning sem var löngum erfitt að svara nema þekkja hreinlega einn slíkan, enda halda þeir spilunum yfirleitt þétt að sér og láta lítið fyrir sér fara. „Hvaða gera annars vogunarsjóðsstjórar og hvernig nálgast þeir hlutverk sitt? Það er spurning sem var löngum erfitt að svara nema þekkja hreinlega einn slíkan.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.