Kjarninn - 01.05.2014, Side 65

Kjarninn - 01.05.2014, Side 65
05/05 piStill dregið úr högginu ef veruleg lækkun á mörkuðum skyldi raungerast. Með öðrum orðum eru þeir alltaf með plan B og C, eins og Reynir Grétarsson, forstjóri CreditInfo, lagði nýlega áherslu á í viðtali við Kjarnann. Þeir eru jafnframt nægilega agaðir til þess að fylgja varaplaninu eftir ef á þarf að halda, í stað þess að vona að allt lagist af sjálfu sér – að hlutirnir reddist. ...elska það sem þeir gera. Sjóðsstjórarnir hafa allir mismunandi hugmyndir um það hvað einkenni góðan fjár- festi – allt frá því að hann þurfi að vera flinkur í stærðfræði til þess að kunna góð skil á sagnfræði, að vera auðmjúkur, áhættumeðvitaður, að skilja sálfræði og ákvarðanatöku. Eitt sammælast þeir þó allir um; að fjárfestir sem hefur ekki áhuga á neinu öðru en peningum sé fljótur að brenna upp. Mikilvægastur er áhugi, fróðleiksfýsn og ástríða fyrir viðfangsefninu – annað skiptir minna máli. Þótt sjóðsstjórarnir hafi sett þessi prinsipp sín í samhengi við fjárfestingar ætti að vera ljóst að þau eiga ekki einungis erindi við fjárfesta eða hagfræðinga, heldur hafa þau miklu víðari skírskotun, enda eiga þau sér samsvörun í starfshátt- um fólks sem nýtur velgengni á ólíkum sviðum um víða ver- öld. Það þarf enginn að ganga í aðdáendaklúbb vogunarsjóða eftir lestur pistilsins en vonandi geta þó fleiri en bara Keynes grætt á því að tileinka sér það besta úr hugsunarhætti þeirra – í það minnsta endrum og eins.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.