Kjarninn - 01.05.2014, Page 75
04/04 kjaftæði
mikið ströggl. Þrír miðaldra karlar í efstu sætunum, bersýni-
leg óeining innan flokksins um stærstu stefnumál. Oddviti
sem maður á rosalega bágt með að trúa að gráti og blæði fyr-
ir hag Reykvíkinga. Fyrrverandi vonarstjarna flokksins fyllir
samfélagsmiðla af leyndum áróðri gegn flokknum. (GMB
– Kjósið þann sem elskar RVK.) Er virkilega einhver sem
hugsar: „Já, já, þetta er ekkert sem kvikk fundur á auglýs-
ingastofu, starfsdagur og fótósjopp lagar ekki.“ Flokkurinn
hefur aldrei mælst jafn illa í skoðanakönnunum, eðlilega.
Mér finnst hann samt vera með óhugnanlega
mikið fylgi miðað við hvað þetta er hrikalegt
#struggle.
Einn góðan veðurdag hækkum við í
græjunum
Mikið er ég samt feginn að Guðni Ágústsson
fór ekki fram. Ekki af því þetta var Guðni;
ég fíla Guðna. En Guðni er 65 ára gamall og
65 ára gamlir menn eiga ekki að ráða neinu
nema því hvað þeir fá í kvöldmat.
Og síst af öllu eiga þeir að hafa skoðun á hlutum eins
og ESB, flugvellinum og krónunni. Þetta bara kemur ekki
gömlum körlum við.
Einn góðan veðurdag munu allir þessir gömlu valdasjúku
kaldastríðskarlar hverfa ofan í rykið og þá getum við hækkað
í græjunum og haft gaman.
„Þó svo að þeir
aðhyllist kapítal-
isma er þetta heldur
glatað samansafn
af kapítalistum.
Eins konar áhuga-
mannafélag.“