Kjarninn - 15.05.2014, Qupperneq 6

Kjarninn - 15.05.2014, Qupperneq 6
03/03 leiðari Mín upplifun af Conchitu, fyrst furða, svo uppljóstrun, gleði og sorg, er því miður ekki sama upplifun og haturs- menn hennar upplifðu. Þeir forhertust öllu heldur í hatrinu, hommafælninni og fordómunum. Þeir eru brjálaðir út í hana fyrir að reyna að raska heimsmyndinni þeirra, sem þeim finnst ekkert annað en eðlilegt og sjálfsagt að þröngva upp á aðra og þá oft og tíðum með ofbeldi. Rússneski vitfirringurinn Vladimír Zhirinovskí, sem vildi eitt sinn breyta Íslandi í fanganýlendu, fordæmdi til að mynda Conchitu og sagði hana marka upphaf endaloka Evrópu. Aðrir, sem mig minnir að hafi aðallega verið Rússar líka, hafa sömuleiðis drullað yfir keppnina og Conchita hefur fengið sinn skerf af forheimskunni. Sumir hafa meira að segja gengið svo langt að saka áhorfendur í keppnishöllinni í Kaupmannahöfn um vanvirðingu í garð keppenda Rússlands. Á sama tíma og þeir opinbera fordómasýkt höfuð sín kvarta þeir undan því að áhorfendur sýni atriði frá landi sem lemur á hinsegin fólki vanþóknun. Hræsni. Rússnesku hatursmennirnir virðast hins vegar sem betur fer nokkuð einangraðir í afstöðu sinni, sé mið tekið af því hvernig Evrópa tók Conchitu opnum örmum. Það er sterk vísbending um að við séum á réttri leið. Conchita opnaði augu mín, og fyrir það er ég þakklátur. Ætlun mín með þessum skrifum er ekki að fordæma þá sem ekki sáu ljósið og stóðu naktir frammi fyrir fordómum sínum eða hugmyndum um stöðu og hlutverk kynjanna. Það er of stór pöntun að ætlast til að allir breytist til hins betra eða að allir verði umburðarlyndir gagnvart fjölbreytileika tilver- unnar. Hins vegar er ekki til of mikils mælst að við séum öll alltaf meðvituð um að við getum breyst til hins betra. Að við tökum breytingum fagnandi, og hvetjum fólk til að koma út úr skelinni frekar en að hanga þar inni hrætt við fólk sem nennir ekki að breytast. Oft þarf ekki meira til en skeggjaða konu til að opna augu manns. Ég held nefnilega að Conchita sé boðberi réttra viðhorfa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.