Kjarninn - 15.05.2014, Qupperneq 9

Kjarninn - 15.05.2014, Qupperneq 9
03/06 eFnahagsmál s amkvæmt ítarlegri rannsókn Kjarnans nam eftir- gjöf skulda hjá fyrirtækjum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hátt í sextán milljörðum króna á árunum 2010 til 2012. Rannsókn Kjarnans náði til upplýsinga sem fram koma í ársreikningum félaga sem falla undir byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð sam- kvæmt ÍSAT atvinnugreinaflokkun Evrópusambandsins sem innleidd var hér á landi árið 2008, og skiluðu ársreikningum á umræddu tímabili. Félögin sem um ræðir eru á þriðja þúsund talsins. Starfsemi þeirra er margþætt og mismunandi; þau annast allt frá þróun byggingarverkefna, byggingu íbúða- og atvinnu húsnæðis, brúarsmíði og jarðgangagerð, uppsetningu innréttinga, vegagerð og annan frágang bygginga. Upp- talningin er hvergi nærri tæmandi, enda geirinn víðfeðmur og ýmis smásölufyrirtæki með byggingarvöru sem þjónusta byggingargeirann ekki höfð með í reikningnum. Hinn mikli fjöldi einkahlutafélaga í geiranum er til marks um mikinn uppgang í greininni árin fyrir bankahrunið og hefur töluvert kennitöluflakk verið viðloðandi geirann á undanförnum misserum. Rannsókn Kjarnans náði einvörðungu til félaga sem skiluðu inn ársreikningum fyrir ofangreind ár til Ríkis- skattstjóra. Því má ætla að þau séu enn fleiri, enda trassa mörg félög að skila inn ársreikningum jafnvel svo árum skiptir. um fjörutíu milljarðar tapaðir Eins og fyrr segir hefur rannsókn Kjarnans leitt í ljós að félög í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð fengu tæp- lega sextán milljarða króna skuldaeftirgjöf á árunum 2010 til 2012. Eftirgjafirnar má ýmist skýra sem beinar afskriftir, endur útreikning ólögmætra gengislána eða að skuldum við- komandi fyrirtækja hefur verið breytt í hlutafé. Eftir að Húsasmiðjan lenti í eigu kröfuhafa sinna eftir bankahrunið var skuldum félagsins upp á 11,2 milljarða króna breytt í nýtt hlutafé eftir bankahrunið. eFnahagsmál Ægir Þór Eysteinsson L @aegireysteins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77

x

Kjarninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.