Kjarninn - 15.05.2014, Page 13

Kjarninn - 15.05.2014, Page 13
06/06 eFnahagsmál ryðja keppinautum fyrirtækisins úr vegi. Með öðrum orðum er með þessu skilyrði leitast við að fyrirbyggja að bankar freistist til þess að hámarka virði fyrirtækja út frá væntan- legri fákeppnisstöðu og fákeppnishagnaði sem er sóttur með því að víkja til arðsemissjónarmiðum tímabundið til hliðar með langtímamarkmið um fákeppni að leiðarljósi.“ Fyrirtæki í samkeppnisrekstri sem ekki fóru í fangið á lánardrottnum sínum og hafa neyðst til að hagræða til að halda sjó hafa kvartað undan því að áhyggjur Samkeppnis- eftirlitsins hafi raungerst. Tap í greininni árið 2011 nam um 1.900 milljónum króna og um 1.700 milljónum króna árið eftir. Í skýrslu eftirlitsnefndar til efnahags- og viðskipta- ráðherra um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins, sem skilað var í september árið 2011, kom fram að fjögur verktaka- og byggingarfyrirtæki hefðu fengið tæplega 27 milljarða króna skuldaeftirgjöf. Þá miðaðist talan við stöðuna 30. júní 2011. Fimm fyrirtæki fengu meira en milljarð í eftirgjöf Á umræddu tímabili, árin 2010 til 2012, var fyrirtækjum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð veitt skuldaeftir- gjöf í 142 tilfellum. Meðalfjárhæð skulda eftirgjafarinnar var tæplega 109 milljónir króna. Samkvæmt rannsókn Kjarnans fengu fimm fyrirtæki milljarð króna eða meira í eftirgjöf á tíma bilinu. Félagið Stekkj- arbrekkur ehf. fékk 3,3 milljarða króna eftirgjöf skulda árið 2011, einkahlutafélagið Ásver fékk 1,6 milljarða króna eftir- gjöf skulda árið 2010 og skuldir Blikastaða ehf. voru gefnar eftir fyrir 1,7 milljarða króna árið 2011. Þá fékk einkahlutafé- lagið Seljavegur ehf., 1,3 milljarða króna skuldaeftirgjöf árið 2011 og félagið Klettás-Fasteignir ehf. fékk 1,2 milljarða króna skuldaeftirgjöf árin 2011 og 2012. Páll Gunnar Pálsson Forstjóri Samkeppniseftirlits- ins hefur lagt áherslu á að bankar láti ekki arðsemis- sjónarmið ráða för við yfirtöku á fyrirtækjum.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.