Kjarninn - 15.05.2014, Page 25

Kjarninn - 15.05.2014, Page 25
16/16 eFnahagsmál héldu ótrauð áfram Bréfasendingar Friðriks til Maríu höfðu engin áhrif á vinnu eftirlitsnefndarinnar eða hvernig hún var mönnuð. Þórólfur sat áfram í nefndinni, en meginviðfangsefni hennar var að fylgjast með því að skuldaniðurfærsla innan hinna endur- reistu banka væri í takt við verklagsreglur. Nefndin lauk formlega störfum þegar kjörtímabilinu lauk vorið 2013 þegar ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins tók við stjórnartaumunum. Nefndin hafði víðtækar heimildir til þess að afla gagna frá bönkunum og kortlagði hvernig bankarnir niðurfærðu lán, hversu mikið hlutfall hlutafjár þeir eignuðust við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og hvernig staðið var að málum almennt. Þá fjallaði nefndin um aðgerðir fyrir skulduga einstak- linga og tók saman upplýsingar heildstætt úr bankakerfinu öllu um hvernig greitt væri úr erfiðri stöðu skuldara. Engar sértækar upplýsingar voru birtar í skýrslunum, þ.e. með nöfnum fólks eða fyrirtækja, heldur var einblínt á heildar- myndina, meðferð skulda yfir einum milljarði króna og slíkt. hraða endurreisninni Markmið þessara laga sem nefndin starfaði eftir var að hraða endurreisn íslensks efnahagslífs í kjölfar banka- og gjaldeyris hrunsins haustið 2008 og að jafnvægi kæmist á virði eigna og greiðslugetu annars vegar og fjárskuldbindinga einstaklinga, fyrirtækja og heimila hins vegar. Sjávarútvegsfyrirtæki voru í betri stöðu en mörg önnur fyrirtæki eftir hrunið. Heildarskuldir sjö sjávarútvegs- fyrirtækja sem bankarnir komu að endurskipulagningu á námu 30,3 milljörðum króna. Um 15 milljarðar af þeim voru felldir niður við endurskipulagningu, samkvæmt skýrslum eftirlitsnefndarinnar. Ekki í neinu tilfelli breytti banki skuldum í hlutafé og var sjávarútvegurinn eini geirinn sem eftirlitsnefndin fjallaði um í skýrslum sínum þar sem sú var raunin. Friðrik J. Arngrímsson fyrrverandi framkvæmdastjóri LÍÚ Þórólfur matthíasson prófessor í hagfræði við HÍ

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.