Kjarninn - 15.05.2014, Page 36

Kjarninn - 15.05.2014, Page 36
26/28 eFnahagsmál tvíhliðasamningar við fjármálastofnanir Til viðbótar við þann kostnað sem fellur á hið opinbera fellur töluverður kostnaður á þá aðila sem veita verðtryggð lán. Það eru bankar, Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir. Sá kostnaður er mest vegna aðkeyptrar þjónustu og vegna þeirrar vinnu sem tölvudeild hvers banka fyrir sig þarf að leggja út í. Á meðal þeirra sem selja þessum aðilum þjónustu er áðurnefnt Libra. Þar sem um tvíhliða samninga á milli einkaaðila er að ræða fæst ekki uppgefið hjá fjármálaráðuneytinu hvert umfang þeirra er en heimildir Kjarnans herma að virði samninga Libra í heild vegna skuldaniðurfellinganna sé á bilinu 50 til 60 milljónir króna. mörg hundruð milljóna kostnaður bankanna Kjarninn beindi fyrirspurn um ætlaðan kostnað vegna skuldaniðurfellinga til stóru bankanna þriggja: Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka. Í svari Arion banka er sérstak- lega tiltekið að erfitt sé á þessum tímapunkti að meta þann kostnað sem þessu muni fylgja, enda enn margt óljóst um framkvæmdina. „Kostnaðaráætlanir okkar, miðað við þær upplýsingar sem við höfum í dag og þær forsendur sem við gefum okkur, gera ráð fyrir að kostnaðurinn fyrir bankann geti verið á bilinu 180 til 230 milljónir króna,“ segir enn fremur í svarinu. Íslandsbanki sagði að kostnaður bankans lægi ekki fyrir eins og er og hann yrði ekki ljós fyrr en endanleg útfærsla Leiðréttingin Formenn stjórnarflokkanna kynntu „Leiðréttinguna“ í Hörpu 30. nóvember 2013.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.