Kjarninn - 15.05.2014, Page 41

Kjarninn - 15.05.2014, Page 41
30/31 Kosningaspá.is kjarninn 15. maí 2014 reykjavÍk Meirihluti Samfylkingar og Bjartrar framtíðar veltur á einum fulltrúa sjálfstæðisflokkur með fimm menn í reykjavík Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eru stærstu framboðin í Reykjavík sam- kvæmt kosningaspá Kjarnans og Baldurs Héðinssonar, doktors í stærðfræði. Samfylkingin reiknast með 28,6 prósenta fylgi en Sjálfstæðisflokkur með 27,0 prósent. Framboðin fengju fimm hvort fulltrúa. Munurinn á fylginu er þó enn innan vikmarka, svo ekki er hægt að fullyrða hvort aflið sé vinsælla í Reykjavík. Spáin sýnir að flokkarnir tveir eru að sækja í sig veðrið á kostnað annarra framboða, sérstaklega Bjartar framtíðar (áður Besta flokksins) sem tapar manni til Sjálfstæðis flokksins. Meirihluti Bjartar framtíðar og Samfylkingar- innar veltur aðeins á einum fulltrúa verði þetta niðurstaða kosninganna 31. maí. Vinstri græn tapa einnig fylgi og það litla sem Framsókn bætir við sig er langt innan vikmarka. Það sama á við um Pírata sem virðast þó tapa örlitlu fylgi síðan 1. maí. Áhugavert er að sjá að eini fulltrúi Framsóknar á meðal 20 efstu manna fellur um eitt sæti, úr átjánda í nítjánda. Sjötti fulltrúi Samfylk- ingar er nú líklegri til að ná kjöri en oddviti Framsóknar. bþh aðferðin Forsendur spárinnar Kosningaspa.is sameinar niðurstöður skoðanakannana við útreikning á fylgi flokka. Hverri könnun er gefið vægi sem ákvarðast af þremur þáttum: Hvar og hvenær könnunin er framkvæmd og hversu margir taka þátt. Því er spáin vegið meðaltal af könnunum. Nánar Fylgi framboða til borgarstjórnar í reykjavík Samkvæmt nýjustu kosnginaspá gerð 9. maí 2014 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% 20,8% 4,7% 27,0% 28,6% 7,1% 1,4% 0,3% 10,1% Æ B D S VT Þ

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.