Kjarninn - 15.05.2014, Page 46

Kjarninn - 15.05.2014, Page 46
skuggi sólkonungs og gjöreyðingaraflið Ólafur Arnarson sendi nýlega frá sér bókina Skuggi sólkonungs, sem fjallar um pólitískan feril Davíðs Oddssonar, baráttuna um Ísland og bankahrunið. Bókin er lipurlega skrifuð en óhætt er að segja að hún sé bein árás á allan starfsferil Davíðs. Hann er sagður mesti sökudólgurinn í hruninu. Bókin fjallar nánast ekkert um innanmein í bankakerfinu og rangar ákvarðanir stjórnenda bankanna eða meint lögbrot þeirra. Davíð er málaður upp sem pólitískt gjör- eyðingarafl, þar sem rústir einar blasa við alls staðar þar sem hann á að hafa komið. sagan skrifuð með „réttum“ hætti Á sama tíma og Skuggi sólkonungs kom út var þriðja ákæran gefin út á hendur stjórnendum Kaupþings. Í þetta skiptið eru hin meintu lögbrot ótrúlega mikil að umfangi. Meðal annars á hluta af neyðarláni frá skattgreiðendum upp á 500 milljónir evra að hafa verið ráðstafað með ólöglegum hætti til félaga í skattaskjólum. Tímasetningin á bókaútgáfunni er að þessu leyti svolítið merkileg, þar sem deilur Davíðs við þá Kaupþingsmenn hafa verið opinberar árum saman. Bókin er ágætis áminning um hversu margir eru að reyna að skrifa söguna með „réttum“ hætti. aF netinu samfélagið segir um sigur Conchitu Wurst í Eurovision kjarninn 15. maí 2014 Facebook twitter mARGRéT Rún siGuRðARDóTTiR Ekki í fyrsta sinn sem Austurríki vinnur...þeir hafa unnið áður árið 1966 laugardagur 10. maí 2014 sveinBJöRn ÆGiR AGusTsson Nú er komin tími til að hætta þessari vitleysu og taka ekki þátt í þessu lengur, það hlýtur að spara eitthvað hjá RUV laugardagur 10. maí 2014 GunnAR RúnAR inGiBJARGARson Besta lagið í ár að mínu mati, frábær söngvari/ söngkona hér á ferð, ég var svo glaður í lokin að ég grét eins og smákrakki. laugardagur 10. maí 2014 ALFReð FinnBoGAson @A_Finnbogason The best man won...#12stig laugardagur 10. maí 2014 AnnA mARzeLLíusAR @anna_mazza Jæja, Austurríki rakaði bara inn stigunum í kvöld! #punintended #12stig laugardagur 10. maí 2014 sALkA mARGRéT @SalkaMargret Pælið í því, fyrst spáðu veðbankarnir Austurríki neðarlega, svo sneri Evrópa blaðinu pólitískt við. #12stig laugardagur 10. maí 2014L 34/34 samFélagið segir

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.