Kjarninn - 15.05.2014, Page 66

Kjarninn - 15.05.2014, Page 66
52/54 knattspyrna sóknarbolti og miklu fleiri mörk Fyrir þetta tímabil höfðu einungis þrjú lið náð að skora yfir 90 mörk á einu tímabili. Og einungis eitt þeirra náði að skora yfir 100 mörk. Það var Chelsea-liðið undir stjórn Carlo Ancelotti árið 2010 sem skoraði 103 mörk. Í ár náðu tvö efstu liðin, Manchester City og Liverpool, bæði að skora yfir 100 mörk. Til að setja breytinguna á Liverpool í samhengi hafði liðið mest skorað 77 mörk á tímabili áður síðan úrvalsdeildin varð til. Þetta var því mikið markatímabil, enda sóknar- leikur í fyrirrúmi hjá öllum liðunum í topp fimm utan Chelsea. Luiz Suarez náði að verða einung- is sjöundi leikmaðurinn frá upphafi til að skora yfir 30 mörk. Hann jafnaði met Alan Shearer (1995/1996) og Cristiano Ronaldo (2007/2008) með því að skora 31 mark í 38 leikja deild. Suarez gerði reyndar betur en þeir báðir með því að skora mörkin sín í einungis 33 leikjum, enda hóf hann tímabilið í löngu banni fyrir að bíta andstæðing. Það þarf að spila ansi magnað tímabil til að vera valinn betri en fótboltaaflið Yaya Toure. En Suarez tókst það. mörg lið komu mjög á óvart Það er óhætt að segja að þetta hafi verið tímabil Merseyside-liðanna frá Liverpool þótt bæði hafi kannski lokið keppni vitandi að þau voru hársbreidd frá því að gera enn betur. Liverpool var auðvitað á kafi í titilbaráttu fram á síðasta dag og spilaði leiftrandi sóknarbolta sem tætti á stundum í sig sum bestu lið deildar- innar með þeim hætti að leikirnir voru nánast búnir í fyrri Bestur og jafnaði met Luiz Suarez fór hamförum á tímabilinu og jafnaði marka- metið í 38 liða deild. Auk þess tókst honum að bíta engan.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.