Kjarninn - 15.05.2014, Side 77

Kjarninn - 15.05.2014, Side 77
63/63 kjaFtæði hin. Hún tekur myndir í stofunni sinni og myllumerkir þær húsinu sínu. Lifandi Margrét nennir lítið að taka til heima hjá sér (nema rétt til að ryðja veginn fyrir myndatökur) og er hljóðlát innan um fólk sem hún þekkir ekki. Í slökun er and- litið alvarlegt og fær ólíklegustu menn til að segja eigand- anum að brosa, sem færi internet-Margréti til að twitta um #everydaysexism. síbyljan Tökum síðustu helgi sem dæmi. Á föstudagskvöld fór ég í grillpartí. Ég stóð ekki við grillið, en smellti í mynd af mér við grillið, með spaðann á lofti. Á laugardagskvöld héldum við vinirnir búningajúrópartí. Af myndunum að dæma er ég manna hressust í ofsalega fínum búning. Í alvörunni sat ég sveitt við tölvuna í partíinu á meðan á keppninni stóð, klædd, greidd og förðuð sem Silvía Nótt að passa mig að slá í gegn á internetinu kastandi myllumerkjum hingað og þangað í stað þess að kasta konfettí yfir vini mína. Upplýsinga- flæðið frá hverjum og einum er líka orðið svo svakalegt. Ef afkomendur mínir fara nú að kynna sér frumkvöðulinn og langa langömmu sína Margréti Mokk finna þeir tæplega gull í síbyljunni sem ég hef sent frá mér. Ég átti í engum vand- ræðum með að finna frábærar myndir af og viðtöl við ömmu mína á tímarit.is – „Margrét í Bangsa velur ungu og sexí mennina“ (Pressan, 20. janúar 1994, blaðsíða B 19) er mögu- lega það besta sem ég hef séð. Afkomendur mínir munu helst finna statusa þar sem ég auglýsi eftir samferðafólki á KFC rétt fyrir hádegi á laugardögum og sunnudögum en munu ef til vill hoppa yfir fréttir um fyrsta og eina íslenska sirkusinn, viðtöl um stórbrotin dansnámskeið og karaokepartí – og missa algjörlega af þessu Kjaftæðisgulli hér. Að lokum er gott að hafa í huga þegar skrollað er í gegnum filterað líf sjálfs sín og annara: Hamingjan er úr plasti ef hún er spiluð á fullu blasti.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.