Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Page 12

Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Page 12
10 jöfnunnar, þ.e. einkaneyslu, samneyslu o.s.frv. leiðir til niðurstöðu um verðmæti þjóðarframleiðslunnar. Þetta form jöfnunnar leynir hins vegar einum mikilvaegum þaetti í þessu sambandi, en þar er átt við þá framleiðslu, sem hvorki fer til neyslu eða fjárfestingar heldur er notuð í fram- leiðslustarfseminni sjálfri. Þetta eru hin svonefndu aðföng eða rekstrarnauðsynjar, sem ein atvinnugrein kaupir af annarri. Að teknu tilliti til aðfanganna má umskrifa framangreida jöfnu þannig: Y + Ic = C + G+ I + B+(X-M) + Ic Aðföngunum (Ic) hefur hér verið bætt við báðar hliðar jöfnunnar. Á þessu formi gefur vinstri hlið jöfnunnar til kynna upprunahlið framleiðslunnar en hægri hlið ráðstöfun framleiðslunnar. Þetta form jöfnunnar er mjög víða notað við uppbyggingu þjóðhagsreikninga og þá fyrir einstaka vörutegundir eða vöruflokka. Er þá talað um vörureikninga (commodity-flow). Hérlendis hefur vörureikningum á þessu formi ekki verið stillt upp enn sem komið er. En þjóðarframleiðsluna má einnig áætla eftir öðrum leiðum. 1.5. Framleiðsluaðferðin Framieiðsluaðferðinni er ætlað að sýna í hvaða atvinnugreinum framleiðslan myndast. Hún byggist á því, að lagt er saman framleiðsluverðmæti allrar atvinnustarfsemi, bæði fyrirtækja, opinberra aðila og annarra. Þessi aðferð felur í sér tvenns konar vanda. í fyrsta lagi þarf að athuga, að vörur og þjónusta, sem eitt fyrirtæki framleiðir, eru notuð við framleiðslu annarra fyrirtækja. Til þess að forðast tvítalningu þarf að draga frá aðföngin, sem fyrirtækið notar og kaupir ýmist af öðrum fyrirtækjum eða frá útlöndum. Þegar aðföng hafa verið dregin frá verðmæti framleiðs1unnar á því verði, sem fyrirtækið fær fyrir hana, fæst sú verðmætisaukning, sem af framleiðslunni leiðir. Þessi verðmætisaukning, sem ýmist er nefnd virðisauki eða vinnsluvirði, er framlag fyrirtækisins til vergrar þjóðarframleiðslu á þáttavirði. Auk tvítalningarinnar þarf að athuga, að í verðinu, sem fyrirtækið fær í hendur fyrir framlag sitt, þarf að aðgreina óbeina skatta, t.d. söluskatt, sem ekki eru hluti af umbun til starfsmanna eða eigenda fyrirtækjanna. Greiði ríkið hins vegar framleiðslustyrki með vörunni, telst sú greiðsla hluti af þáttatekjum. Þetta getur skipt miklu máli, t.d. í landbúnaði hér á landi. Af þessu má sjá, að vinnsluvirðið, sem er hin eiginlega framleiðsla í skilningi þjóðhagsreikninga, má finna með tvennum hætti. í fyrsta lagi sem mismun heildartekna fyrirtækis og þeirra aðfanga, sem fyrirtækið fær frá öðrum fyrirtækjum eða innflutningi. í öðru lagi má líta á vinnsluvirði sem summuna af hagnaði og þeim rekstrar- kostnaði, sem ekki telst aðföng, en það eru laun, afskriftir og vextir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978
https://timarit.is/publication/995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.