Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Page 31
29
-gjalda peningastofnana. Oafnframt er myndaður nýr
reikningur, sem hér er kallaður "reiknuð bankaþjónusta"
(imputed bank service charges). Framleiðsluvirði þessa
reiknings er ekkert en aðföngin eru jöfn vaxtamuni
peningastofnana. Vinnsluvirði og rekstrarafgangur þessa
reiknings er því hvort tveggja neikvætt sem aðföngunum
nemur. Án leiðréttingar af þessu tagi væri vaxtamunurinn
tvítalinn þ.e. sem hluti af vinnsluvirði bankakerfisins en
jafnframt hluti af vinnsluvirði þeirrar greinar sem greiðir
vextina.
Reikningar banka, sparisjóða og fjárfestingarlánasjóða
eru teknir eins og hér hefur verið lýst. Heimildirnar eru
skýrslur Bankaeftirlits Seðlabankans um viðskiptabanka og
sparisjóði auk ársreikninga einstakra sjóða.
Framlög til einstakra sjóða frá ríkissjóði er að
jafnaði litið á sem fjármagnsti1færslur (capital transfers)
og er þeim því sleppt í framleiðs1ureikningum . Þó er sú
undantekning gerð, að komi fram halli á rekstrarreikningi
sjóðs er litið svo á, að fjármagnsti1færslurnar fari í það
að jafna hallann eftir því sem þær hrökkva til. Þessi hluti
fjármagnstilfærslnanna er þá talinn framleiðslustyrkur.
4,2.10 Tryggingar (atv.gr. 82)
Til trygginga telst starfsemi vátrygginga, líftrygginga
og 1ífeyrissjóða. Heimildir um þessa starfsemi eru annars
vegar ársskýrslur Tryggingaeftir1itsins um rekstur
tryggingafélaganna og hins vegar er framleiðslureikningur
lífeyrissjóðanna áætlaður út frá greiðsluyfir1itum
1ífeyrissjóðanna , sem Seðlabankinn tekur saman.
Framleiðsluvirði trygginga er skilgreint sem mismunur
iðgjalda og tjónabóta eða greidds lífeyris, og er þessi
mismunur talinn vera sú þjónusta, sem greinin veitir. Að
auki hafa tryggingafélögin miklar vaxtatekjur og vaxtagjöld
af þeim sjóðum sem eru í vörslu þeirra, og er mismuni
vaxtatekna og gjalda bætt við framleiðsluvirðið. Meðferð
vaxtamunarins hér er algjörlega hliðstæð við meðferð
vaxtamunarins hjá peningastofnunum og er þessi mismunur
talinn með í reikningnum "reiknuð bankaþjónusta".
Ljóst er, að miklar sveiflur geta orðið í tjónabótum
frá einu ári til annars og þar með leitt til sveiflna í
framleiðsluvirði tryggingastarfsemi , eins og framleiðslu-
virðið er skilgreint hér. Þessar sveiflur eru villandi að
því leyti, að þær eru ekki vísbending um breytingar á þeirri
þjónustu, sem greinin veitir. Til þess að jafna út slíkar
sveiflur kæmi til álita að taka meðaltal tjónabóta nokkur ár
á sambærilegu verði. Slík leiðrétting er þó ekki gerð hér.