Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 31

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 31
Nýtt S. O. S. 3» Nú náði loftskeytamaðurinn á U-go neyðarskeytum frá sökkvandi skipinu, og afrit var sent til Lemp. Sigurstoltur og vígreifur stóð hann . í turninum og fletti pappírslappanum sund- ur, og svo las hann: „Athenia hefur orðið fyrir tundurskeyti 56,42 norður, 14,05 vestur“. Hann hafði þá skotið tundurskeyti á Atlantshafs línuskip, sem sigldi utan við sína venjulegu siglingaleið! Skyndilega dó sigurstoltið innra með Lemp kafbáts- foringja og rödd hans skalf, þegar hann snéri sér Hinch og stamaði: „Þvílíkt svínarí! En hversvegna í ósköp- unum sigldi hann líka ljóslaus?“ Svínarí eða ekki svínarí . . . það var ekki mikið fyrir hann að gera úr þessu, annað en forða sér burtu. Eitt varð hann þó að gera fyrst: Hann varð að losna við tund- urskeytið, sem sat fast í rörinu. Það tókst. Tundurskeytið rauk út og þaut áfram, eins og í villtum, brjáluðum dansi, ýmist undir eða yfir hvítfyssandi öldutoppun'um, þar til það að lokum hvarf í myrkt djúp Atlantshafsins. Þá var kafbáturinn þegar á fullri ferð burtu frá 1417 bjargarlausum manneskj- um á sökkvandi hafskipi langt úti í At- lantshafi. Tvær fyrstu mínúturnar ,eftir að Athen- ia varð fyrir skotinu miðskips, var stjórn- leysi um borð. í sama bili og skotið hitti þetta 13500 tonna farþegaskip, var eins og farþegaþilfarið hefði verið sprengt í loft upp. Sjóðandi og vellandi gosstrók- ur steig upp úr 5. lest og henti þeir, er nærstaddir voru lúgunum í loft upp, þar með fylgdi mikið af timburbraki, járni og hlutar af mannslíkömum og farþega- flutningi. Óttasleginn farþegahópur reyndi að ryðj- ast upp stigana. Konur veinuðu og menn æptu, og allir reyndu að ryðjast áfram til að sleppa upp í frískt loft. Kona ein barði í örvæntingu á lokaðar klefadyr og æpti: „Guð hjálpi mér! Eg vil komast út!“ Á þriðja farrými, sem var aftur á skip- inu var ástandið alvarlegt. Margir klefar höfðu brotnað í spón við sprenginguna. Margt fólk, sem ekki fórst þá þegar, drukknaði í sjónum sem streymdi þar inn, og nokkrir voru troðnir undir og biðu jjannig bana, þegar þeir reyndu að komast upp stigana, en mættu svo öðrum, sem viti sínu fjær af óttu komu þjótandi nið- ur til að ná í björgunarbelti sín. í einum ganginum stóð lítill drengur grátandi og æpti: „Eg fæ aldrei framar að sjá hann pabba!“ í borðsalnum var ástandið heldur ekki gott. Tundurskeytið hafði sprungið með- an á kvöldverði stóð, og þar hafði verið þéttskipað. Nú þutu allir út, hver sem betur gat og fjöldinn valt sem flóðbylgja áfram að stigunum og reif allt með sér sem á vegi varð, — stóla, borð, blóma- potta, og allt sem fyrir varð. En þjónn nokkur bjargaði hlutunum. Hann greip stól og stillti sér í stigauppganginn. Hann hék stólnum yfir höfði sér og neyddi þá fremstu til að stöðvast og átti sig. Þegar Copland fyrsti stýrimaður klifr- aði upp á farþegaþilfarið, var enn tals- verð birta á lofti. Hann komst þangað rétt eftir að lúgurnar á 5. lest höfðu rok- ið í loft upp. Nokkur lík lágu í krigum lestaropið, en hann mátti ekki verað að sinna þeim nánar. Hlutverk hans í,augna- blikinu var að finna út livort Athenia gæti haldizt á floti — og ef hún ^gæti það, þá hve lengi? Yrði tími til að koma öllum bátunum á sjó? Og um leið vissi hann,

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.