Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Blaðsíða 14

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Blaðsíða 14
10 Þ J Ó Ð I N verið lýst. Þessi vandamál þeirra verða nú lauslega athuguð. 1. Bretland og Þyzkaland. Þó að nokkuð liafi dregið saman með Frökkum og Englendingum upp á síðkastið, eru ýmis ágreiningsmál á milli þeirra, sem valda Bretum nokkrum áhyggjum. Þeim finnsl, að Frakkar séu haldnir móðursjúk- um ólta við Þjóðverja. Frakkar ljafa gjört handalag við Rússa og bundið sér ýmsar hyrðar vegna Dónárríkjanna. Kommúnisminn liefir náð miklum tökum á frönsku þjóðinni, og utanríkispólitik Frakka hefir borið þess nokkur merki. En alll þetta er Englendingum á móti skapi, og getur orðið lil þess, að auka á vandræði þeirra. Það er m. a. af þessum ástæðum, að ýmsir á- hrifamenn í Bretlndi krefjast þess, að ágreiningsmál Breta og Þjóð- verja verði levst sem fvrst, og að unnið verði að aukinni vináttu milli þjóða þessara. En ýmsir draugar eru á þeim vegi, sem þarf að kveða niður, áður en þar geti gróið um lieilt. Englendingar liafa lofazt til að verja landamæri Frakklands, ef Þjóðverjar ráðast á þau. Hitler hef- ir lýst yfir því aftur og aftur, að Þjóðverjar hyggi ekki á strið við Frakka. Hann hefir rökstutt þær yfirlýsingar með því, að Þjóðverj- ar þurfi aukið landrými fyrir þegna sina, og að Frakkar geti ekki látið það í té, þvi að land þeirra sé þélt- býlt. Þó að Þjóðverjar legðu und- ir sig vestur-Frakkland, væru þeir sizt betur settir en áður. Þeir tækju á sig auknar l^yrðar, en vandamál- in, sem fyrir eru, væru óleysl. Þessi röksemd er mjög skynsamleg, og það Iiafa Bretar séð. Þeir þurfa því vart að óttast, að Þjóöverjar reyni að leggja undir sig löndin sunnan við Ermasund. Margir Englendingar óttast upp- gang Þjóðverja, og búast við að þeir geti orðið þeim erfiðir í skauti, er fram líða stundir. En sumir benda aftur á, að það skipti Eng- lendinga eklci miklu máli, þó að Þjóðverjar verði voldugir á megin- landinu, ef þeir keppi ekki við Eng- lendinga um ráðin yfir höfunum. En Hitler hefir einmitt fordæmt fyrirrennara sína fyrir það, að þeir haíi ögrað Bretum á höfunum. Suniir virðast halda, að einræðis- fyrirkomulagið í Þýzkalandi standi i vegi fyrir fullkominni vináttu þessara |)jóða. En það er áreiðan- lega skakkt. Bretar hafa alltaf talið ])að einkamál hverrar þjóðar, hvaða stjórnskipulag hún aðhylltist. Sú af- staða Breta er i samræmi við skoð- anir frjálslyndra manna um lönd öll. En samkomulag við Þjóðverja hlyti að liafa það í för með sér, að Bretar yrðu að hverfa frá hinni þrautrevndu stefnu, um jafnvægi á milli stórveldanna. En nú er svo komið, að sumir málsmetandi Bret- ar telja, aðþeir hafi ekki lengur mátt til þess að fylgja henni fram með nokkurri von um góðan árangur. Þjóðverjar krefjast þess, að fá aftur nýlendur sinar, er þeir misstu í ófriðnum mikla. Bretar fengu bróðurpartinn af þeim og vilja að sjálfsögðu ekki missa þær aftur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.