Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Blaðsíða 17

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Blaðsíða 17
Þ J Ó Ð I N 13 ist til óvináttu við Breta. Hér er því mikið vandamál á ferðum. Bret- ar hafa komið af sér vandanum í bili, með því að skjóta málinu til Þjóðbandalagsins. En nú er eftir að vita, hvaða afgreiðslu það fær þar. 4. Styrjöldin i Kína. Asíumálin hafa um langt skeið verið erfið við- ureignar. 1 lok síðustu aldar sáu Bretar nauðsyn þess, að gjöra bandalag við voldugt ríki í Austur- álfu. I raun og veru var ekki nema um Japan að ræða í því sambandi. Og 1902 gjörðu þjóðir þessar banda- lag með sér. Það stóð fram til stríðsloka. Bandalagið fór þá út um þúfur. Til þess lágu þær ástæð- ur, að Bretar voru andvigir yfir- ráðastefnu Japana i Kina, að Ástra- líumenn, sem óttuðust innflytjenda- straum Japana til Astralíu og valda- brask þeirra í þeirri heimsálfu, voru óánægðir yfir bandalaginu, — og síðast en ekki sízt, að Bandarikin litu svo á, að bandalagið væri hættu- legt hagsmunum sínum í Kyrrahaf- inu. Bretar sömdu því ekki við Jap- ani af nýju, þegar bandalagssamn- ingurinn gekk úr gildi. Verzlun Japana hefir skaðað hagsmuni Breta i Austurálfu, sér- staklega á siðustu árum. Japanska stjórnmálamenn dreymir líka um að sameina gulu þjóðirnar til and- stöðu við hvítu þjóðirnar. 'Ef sá draumur rætist, líður brezka heims- veldið undir lok. En Rússar eru einnig hættulegir hagsmunum Breta í Asíu. Kommún- istastjórnin í Rússlandi stendur betur að vigi í þessari baráttu en keisarastjórnin gerði. Kommúnist- iskur undirróður er aðalvopn henn- ar í barátlunni. Honum er ætlað að undirbúa jarðveginn, svo að Rúss- um reynist auðvelt að leggja Asiu undir sig. Rússar hafa rekið þenna undirróður ákaft meðal þeirra.As- íuþjóða, er Bretar ráða yfir. Af- staða Breta til styrjaldarinnar i Kína stjórnast að miklu leyti af þessum viðhorfum. Miklir árekstrar hafa orðið milli Rússa og Japana í Asíu. Og Bretum væri að sjálfsögðu geðfelldast, að þjóðir þessar héldu hvor annari í skefjum. Það er því ætlun margra, að Bret- ar hafi raunverulega ekkert á móti þvi, að Japanir nái það miklum tökum á Norður-Kina, að þeir geti heft framgang Rússa þar og mynd- að þar nokkurskonar varnargarð geön hinum kommúnistiska undir- róðri Rússa. En þeir geta aftur á móti ekki sætt sig við það, að Jap- anir nái tökum á Suður-Kina, því að þar eiga Bretar mikilla hags- muna að gæta. Þar við bætist, að Japanir væru 'þá orðnir svo voldug- ir, að hagsmunum Breta í Indlandi og öðrum Asíulöndum væri hin mesta hætta búin. — Gula-hættan væri þá yfirvofandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.