Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Blaðsíða 33

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Blaðsíða 33
Þ J O Ð I N 29 Bátabryggjurnar og uppsátur. Bæjarbryggjan svonefnda aust- anvert við höfnina var lengi aðal- bryggja bæjarins, og hafði mestall- ur vélbátaflotinn hana eina til af- nota um langt skeið. Þessi bryggja var endurbætt og lengd um ca. 26 m. árið 1925 og hækkuð og við hana gert árið 1926. Auk þess hafði verið byggð til bráðabirgða trébryggja í svonefndri Skildingafjöru árið 1920, fyrir vél- báta þá,er liöfðu bækistöð innan- vert við höfnina. Samfara þessum endurbótum fyrir vélbátana voru byggð steinsteypt uppsátur fyrir um 100 léttibáta. Vatnsból fyrir skip. 1 sambandi við hafnarmannvirk- in og á kostnað hafnarsjóðs hefir verið útbúið vatnsból fyrir bátana undir svonefndri Stóru-Löngu norð- anvert við höfnina. í hana rennur bergvatn úr Heimakletti. Hafnarfestar. Til þess að nota sem bezt rúmið á höfninni, varð að hverfa að öðru ráði en þvi, að láta hvern bát liggja við eigin legufæri. Framan af var það svo, og hafði hver sitt atkeri, en það var bæði ótryggt og rúm- frekt. Bæjarstjórn keypti því mik- ið af mjög sverum stórskipakeðjum i Danmörku, og var þeiní lagt eftir endilangri höfninni, hlið við hlið, með ákveðnu millibili. Úr þessum festum lágu svo taumar með „háls- um" með jöfnu millibili upp á yfir- borð sjávarins, og var svo hver bát- ur tengdur við sinn streng og liggja bátarnirþannigí skipulegum röðum. Kostnaður var mikill við þetta, en það var hinsvegar alveg óhjá- kvæmilegt eins og á stóð. Nú þegar búið er að dýpka vest- an við hina nýju og miklu stór- skipabryggju, sem byggð er á þeim tveim skerjum, sem eru innarlega í höfninni og Básasker nefnast, myndast þar gott lægi fyrir vélbáta og má þar hafa þá miklu þéttar saman en á venjulegum hafnar- festum. Dýpkun. Stórskipabryggja. Þegar séð var, að garðarnir myndu standa, var strax undið að þvi að undirbúa stórskipabryggju og dýpkun á höfninni. Stórskipabryggjan er nú að mestu fullsmíðuð. Geta legið við hana- 3 flutningaskip í einu. I sambandi við bryggjuna er allstór uppfylling, sem nær austur i svonefnda Tanga- bryggju. Er þar land mikið búið til úr sandi þeim, sem dælt hefir ver- ið af mararbotni í kringum stór- skipabryggjuna. Dýpkunarskip létu Vestmanney- ingar smíða i Danmörku árið 1935. Það er fyrsta dýpkunarskipið, sem landið eignast. Skipið kostaði um 160 þúsundir króna, og hefir ríkið lagt til tæpan % hluta kostnaðar- verðs. Dælur skipsins soga sandinn upp úr höfninni og eru mjög stórvirk- ar. Dýpkun sjálfrar innsiglingar- innar er örðugust. Þar er grjóteyri i botni, „Steinrifið", um 40 metrar á breidd. Þar verður að ná hnull- ungumim upp metJ aðstoo kafara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.