Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Síða 38

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Síða 38
34 Þ J O Ð I N Rafstöðin. RafstöSin var bvggð áriS 1915. Vélaafl hennar var í fyrstu 50 hest- öfl, en meS hinni öru stækkun bæj- arins varS þaS fljótlega of litiS. AriS 192(3 var bætt viS 100 hest- afla vél, en þaS leiS ekki á löngu áSur en þaS vélaafl nægSi ekki raf- magnsþörf bæjarins. AriS 1934 var enn bætt viS 200 liestafla vél, og var stöSvarliúsið þá jafnframt stækkaS nokkuð. Með þessari síðustu aukningu hefir bæj- arstjórn séð fyrir nægilegu vélaafli til rafmagnsframleiðslunnar um nánustu framtíð, jafrível þó bærinn vaxi enn að ibúafjölda og notkun rafmagns til iðnaðar aukist allveru- lega. Sjúkrahúsið. Árið 1928 afhenti G. J. Johnsen konsúll bænum sjúkrahúsið til eignar og afnota. Hafði það verið byggt fvrir samskot meðal almenn- ings og rifleg framlög frá G. J. Jolmsen,og einnig liafði bæjarstjórn lagt til þess uin 100 þúsund krónur. Bæjarstjórn hefir gert ýmsar end- urbætur á sjúkrahúsinu, t. d. gert þar sólbyrgi fyrir sjúklingana, keypt þangað röntgentæki og ljós- lækningatæki. Barnaskólinn oy fimleikahúsið. Vesturálma barnaskólans var byggð árið 1915. Austurálmau, þar sem er leikfimissalurinu, sem er einhver hinn mjmdarlegasti hér á landi, og fjðldi nýTra Iskólastofa, var að nokkru byggð árið 1927, en að fullu lokið við hana árið 1929. Kostaði sú álma um 100 þúsund krónur, enda er byggingin bæði stór og vönduð. Er óhætt að full- yrða, að bæjarstjórn hefir með jjeirri byggingu stigið eitthvert bið mesta framfaraspor í héraðinu. Það er ekki síður nauðsynlegt, að hugsað sé fvrir líkamsmenningu hinar uppvaxandi kvnslóðar, held- ur en hinni andlegu. Iþróttamálin. Sundlaug og iþróttavöllur. í Vestmannaeyjum liafa ungir menn lifandi áhuga fyrir íþróttum allskonar. Bæjarstjórnin hefir eft- ir megni leitast við að lilynna að iþróttamönnunum, fyrst með bygg- ingu sundlaugarinnar, sem Björg- unarfélagið og bæjarstjórn stóðu að i sameiningu. Sundlaugin liefir þegar gert stór- gagn, börnin læra ung að synda i upphitaðri lauginni, og hinir eldri eiga lika aðgang að sundnámi. í Vestmannaevjum þurfa allir að læra sund og kunna vel að synda. Það var hugsjón þeirra, er þessu máli hrundu af stað. íþróttavöllurinn nýi er að tölu- verðu leyti komið upp fyrir atbeina bæjarstjórnar og arinara þeirra sömu manna, er gengust fyrir því, að sundlaugin var byggð. Svo hafa iþróttamennirnir sjálfir, undir for- ystu sinna þrekmiklu og duglegu forgöngumanna, lagt drjúgan þátt til þess að hrinda þvi máli í fram- kvæmd í Eyjunum. Landið, sem er á prýðilega hentugum stað, ætlaði bærinn til ræktunar, en þó þótti

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.