Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Blaðsíða 19

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Blaðsíða 19
ÞJÓÐIN um, er vandamálið leyst, enn sem komið er, á þann einfalda, en vafa- sama hátt, að þótt kostnaður við byggingu meðalhúsa skipti tugum þúsunda, þá borga húsin sig tiltölu- lega fljótt sökum þess, live gífur- legar upphæðir eru teknar i liúsa- leigu af hverju herbergi, sem út er leigt. Þetta hefir gengið, fram að þessu, og gengur áfram, á meðan aðstreymi fólksins helzt til hinna stærri bæja. Samkeppnin umhin nauðsynlegu og eftirsóttu þægindi sér fyrir þvi, að spilið héldur áfram, á meðan þann- ig stendur. En strax og brevting verður á í því efni, þá hlýtur á- rekstur að koma í ljós. í sveiturium, aftur á móti, er þessu á allt annan veg háttað, og ber margt til. Þar eru varanleg hús stór- um dýrari en svo, að unnt sé fyrir atvinnurekendur sveitanna, hænd- urna, að standast kostnaðinn, þvi bæði er, að um húsaleigutekjur cr ekki að ræða, og annað hitt, að hver fjölskylda þarf, að eðlilegum hætti, stærra húsnæði i sveit en í kaup- stað. Veldur þvi meiri þörf fvrir geymslurúm, annars vegar, og að hinu leytinu það, að allt verkafólk verður að hafa húsnæði hjá bónd- anum. Það hefir þvi gengið svo, síðan steinhúsin fóru að ryðja sér til rúms, að þeim einum hefir reynzt fært að leggja á þá leið, sem hafa verið svo efnum búnir, að geta lagt fram í bvgginguna nokkur þúsund krónur, án þess að hafa nokkra von um arð af þeirri fjárhæð. Þetta hafa líka reynzt hreinar undantekning- 1 ó ar. Hitt er algengara, að þeir bænd- ur, sem lagt hafa i byggingar, hafa með því idaðið á sig svo mikilli skuldasúpu, að þeim verður fyrr eða síðar ófært undir að rísa. Stofnun Byggingar- og landnáms- sjóðs var á sínum tíma stórt spor i þá átt, að hæta hér úr skák, enda hefir sú stofnun orðið til hjálpar þvi, að inargar varanlegar bygging- ar liafa risið upp í sveitum lands- ins undanfarin ár. Þetta hefir þó engan veginn reynzt annmarka- laust. Ber þar einkum tvennt til. Fyrst það, að fyrstu árin, sem sjóð- urinn starfaði, voru gerðar svo mikl- ar kröfur til bygginganna, að þær urðu geysi dýrar. Annað, sem er nátengt hinu, er að margir bændur hafa sett sér það, að byggja fyrir framtíðina, seni kallað er, og sem ber að skilja þannig, að stærð bygg- ingarinnar miðist við umbótaskil- yrði jarðarinnar, og um leið vax- andi fjölda heimafólks. Þessi stefna liefir alvarlega rekið sig á, þvi mörg dæmi má nú finna í sveit- um landsins, þar sem svo er ástatt, að lánið, sem tekið hefir verið til að hyggja fyrir, liefir verið mun hærra heldur en nú mundi hægt að selja jörðina, að byggingunni meðlalinni. — Þeir bændur, sem þannig er ástatt um, hafa því ekki einasta tapað allri jörðinni, eins og liún áður var, heldur meira til. Svo dýr liefir byggingin orðið þeim. Er þar að finna eina orsölc af mörg- um, fyrir þeim mikla skuldaþunga, sem hlaðizt hefir á marga bændur. Á siðustu árum er þetta allveru- lega að breytast. Bændur eru að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.