Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Blaðsíða 8
294
en þær hjöðnuðu brátt. Foringj-
arnir eru farnir og blöð koma ekki
út. öll samtök eru því vængstýfð.
Og það er náttúrlega ekki gott að
segja, hvernig ástandið ér í raun
og veru. Hvorugur hefir enn unn-
ið neinn verulegan sigur. En
enska ]nngið styður stjórnina ein-
huga í Indlandsmálunum, og bæði
Indlandskonungur og stjórnin í
Englandi halda áfram að hvetja
Indverja til þess að sækja sem
bezt ráðstefnu þá, sem stjórnin
hefir boðað til. Hefir nú verið
ákveðið að hún hefjist 20. okt. í
haust. Reynt var að koma á ráð-
stefnu í Bombay þar sem allir
flokkar mættist og ræddi málin
sín í milli, en sú ráðstefna var
ekki sótt og fórst fyrir.
Simon-nefndin um Indlandsmál.
Undanfarið hefir starfað nefnd
ein, sem kennd er við formann
sinn, Sir John Simon, og kölluð
Simon-nefndin. Er verkefni henn-
ar hvorki meira né minna en það,
að rannsaka öll vandamál í sam-
bandi við stjórn Englendinga á
Indlandi, óánægju Indverja og
misfellur á stjórnarfarinu, og
gera tillögur um þetta. Hefir þessi
nefnd nú lokið störfum sínum og
kom fyrri partur nefndarálitsins
út 9. júní, 400 þéttprentaðar bls.
[Stefnir
Er þessi fyrripartur lýsing á á-
standinu og niðurstöður rann-
sókna nefndarinnar, en í síðari
parti álitsins gerir svo nefndin
tillögur sínar. Nefnd þessi er skip-
uð mönnum úr öllum þrem- flokk-
um parlamentsins, en hefir ]ió
ekki klofnað eða neinn ágreining-
ur verið um tillögurnar. Sýnir
]>að, hve einhuga Englendingar
eru í þessum málum.
Nefndin kennir fjárhagslegum
örðugleikum og menningarlegum
um megin þorrann af því, sem
að amar. Indland þurfi á stór-
kostlegum framförum að halda í
þessum efnum miklu fremur en
aukinni sjálfstjórn. Fátækt, sem
helzt við, sakir úrelts fyrirkomu-
lags á atvinnurekstrinum, verður
Jiess valdandi, að megin þorri
fólksins fer á mis við öll gæði
og þægindi, og verður hungrinu
að bráð, hvenær, sem eitthvað ber
út af. Megin þorrinn af þjóðinni
er ólæs og gersamlega ófróður
um allt. Allt logar í stéttahatri og
trúarbragðahatri, og reyndar
líka hatri milli þjóða. Því að í
Indlandi eru margar ]>jóðir. Ind-
versk ríki, sem ekki koma ensku
stjórninni við, að öðru leyti en
]>ví, að þau eru í indverksa keis-
aradæminu, eru hvorki meira ne
minna en 600 að tölu, og sum,
Frá Austur-Asíu.