Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Blaðsíða 66

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Blaðsíða 66
352 Gersemar sveitaþorpsins. [Stefnir átrúnaðargoð alls þorpsins: Anna Resí, dóttir Péturs Melzers. Hún var yndi og eftirlæti hans gamla Péturs! Svo auðugur var hann, að í tutt- ugu þorpum fannst enginn hans jafningi. Ekrur hans náðu svo hátt til fjalls, sem vínviður gat þróast, og kastaníuskógurinn svo langt sem augað eygði. Húsið hans var hið veglegasta, næst klaustr- inu, og stóð svo hátt, að það gnæfði yfir þorpið — já. það stendur þarna enn — og margar kringlóttar átti hann á kistubotn- inum. Hann kunni líka að fara með auðinn sinn, hann Pétur gamli. Og þó mundi hann, ef því hefði verið að skifta, hafa fórnað hon- um öllum og lífinu með, til að bægja frá dóttur sinni jafnvel hinu smávægilegasta mótlæti. Hún var líka einkabarnið hans, og öllum kostum búin, þeim er konu mega prýða: fríð og skír- líf, ráðsett og guðhrædd! Og þar að auki hyggin, ódeig og fámál- ug, sem er fátítt um konur. Hann gat trúað henni fyrir öllu og sótt til hennar ráð um alla búsýslu — og þau svo góð, að eigi urðu met- in að verðleikum. Hvað gagnar það annars, að fara að ráðum kvenna? segir öld- ungurinn. Líkt og að taka fé úr vasa sínum og henda því út á þjóðveginn!------- Hún var alvörugefin, hún Anna Resí. Sjaldan heyrðist hún hlæja, og aldrei bar það við, að hún færi með hégómamál. Móðirin dó þeg- ar dóttirin fæddist. Og þau börn, sem deyjandi móðir hefir horft á í vöggu, þau verða ekkl brosmild sem önnur börn. Það er kunnugt. Dýru verði var hún keypt, sagði Pétur; en ekki um of. Það var sjón að sjá, þegar hann leiddi hana til kirkju á sunnudög- um. Með sexfalda festi um háls- inn og silfurör í brúnu flétting- unum, svo þunga, að nærri lá að höfuðið reigðist. Það eitt olli honum kvíða, er hann horfði á hana, að þar kynni að koma, að hún yrði tekin frá honum. Gjarnan hefði hann kosið, að henni yrði barna auðið, til að erfa auð hans, ekrur og skóga, gætu þau komið á líkan hátt og líkneskið helga — komið alsköpuð og formálalaust! En að nokkur dirfðist að leggja hug á hana — seilast eftir henni og taka hana frá honum — til slíkrar ósvífni mátti hann ekki hugsa! En ekki hafði heldur nokkui' maður árætt að biðja Önnu Resi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.