Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Blaðsíða 16
302
Frá Austur-Asíu.
[Stefnir
mál en nokkuð annað, en metnað-
armálin geta oft verið viðkvæm-
ust, og ekki sízt í Kína. Er svo
sagt, að Kínverji, sem gæti þolað
að missa allar eignir sínar og
ástvini og væri þess albúinn að
leggja líf sitt líka í sölurnar,
myndi samt taka því fjarri, að
verða undir í því, sem væri hon-
um metnaðarmál, hversu lítilfjör-
legt sem það væri að öðru leyti.
En auk þess eru mörg dæmi
þess, að þessi forréttindi hafa
verið misbrúkuð. Menn, sem ætl-
uðu sér að aðhafast eitthvað, sem
er gagnstætt kínverskum lögum
og segist mikið á þar, en er talið
lítilfjörlegt eða einskis vert í öðr-
um löndum, notuðu óspart það
ráð, að „segja sig í lög“ með ein-
hverri útlendri þjóð og komast
þannig hjá refsing. t! d. var al-
gengt, að þeir, sem ætluðu sér að
reka fjárhættuspil, sögðu sig und-
jr Brazelíulög, því að í þeim var
ekki bannað að spila hættuspil, en
í Kína lá við því afarhörð refs-
ing. — Ræðismenn margra ríkja
seldu borgarrétt hverjum sem
hafa vildi,.og þetta var auðvitað ó-
þolandi fyrir kínversk yfirvöld.
Erlendar þjóðir hafa aftur á
móti borið fyrir sig dæmi eins og
það, sem áður hefir nefnt verið,
um ameríska sjómanninn. Kín-
versk lög og kínverskt réttarfar
er svo ófullkomið, segja þeir, að
það er ómögulegt að hætta þegn-
um sínum undir það. Þar er enn
beitt miðaldalegum pyndingum,
og allskonar óhæfilegum aðferð-
um. Og þó að þeir endurbæti rétt-
arfarið og sýni á bókum svo og-
svo fullkomið réttarfar, er það
ekkert að marka. U'ndir eins og
kemur út fyrir fáeina bæi, þar
sem Evrópumenn geta haft bezt
eftirlit, er allt við það sama og áð-
ur var. Dómarar fara eftir mút-
um en ekki lögum og allt er eftir
því.
En hvað sem öllu þessu líður,
er ])að auðvitað ekkert annað en
uppvöðslusemi, að heimta for-
réttingi fyrir útlendinga í neinu
landi. Þeir sem ekki þora að eiga.
undir lögum og réttarfari lands-
ins, verða að láta það vera, að
skifta við það land, eða eiga þar
heima. Og það hefir sýnt sig, að
t. d. Þjóðverjar, sem nú búa ekki
við nein forréttindi í Kína, hafa
síður en svo átt erfiðara upp-
dráttar í Kína en aðrir. Meira
að segja var það svo í síðustu
uppreisn í Jangtse-dalnum, að
Þjóðverjar héldust þar við, en
bæði Englendingar og Ameríku-