Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Blaðsíða 74

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Blaðsíða 74
360 Gersemar sveitaþorpsins. [Stefnir fengið að tala við „patrónuna". Hann átti sem sé við húsfreyjuna. En er Anna Resí heyrir að hann er pílagrímur — einn hinna mörgu, er leituðu hvíldar hjá henni á leið til helgistaðarins, gengur hún til dyra. Þar stendur komumaðurinn, í ferða-úlpu mikilli, með rifna skó á fótunum, hrafnsvartan hár- lubba, sítt skegg og sognar kinn- ar. — Hún horfir á hann — — og heilsar honum: „Guð blessi þig!“ Þá víkur hún undan, sezt niður og snýr baki við glugganum. Hann fellur á kné á miðju gólfi, eins og hann stóð, í úlpunni miklu. „Traðkið á mér“, segir hann. „Til þess er eg hingað kominn! Eg er Luigi — hinn velski“. Hún situr hreyfingarlaus og horfir á hann. „Eg var verri en þjófur — eg var ræningi", segir hann og ber sér á brjóst, „þegar eg lagði hendur á yður! Guðsmóðir veit, hvort eg hefði þyrmt lífi yðar, ef yður hefði ekki komið hjálp. Eg var verri en morðingi, því eg elsk- aði yður!“ Hún situr hljóð, en hann mælir ennfremur: „Þið voruð mér sem faðir og móðir — eins og systir og bróð- ir. Þér voruð mér sem Guðsmóðir- in sjálf, frá því fyrst er eg sá yður. Þér voruð mér meira en all- ar aðrar konur — hið helgasta í heimi! Mín heitasta þrá var, að mega kyssa rykið af fótum yðar. Þess vegna voru það helgispjöll, er eg lagði hendur á yður. Það hefir presturinn sagt mér, enda fann eg það sjálfur í hjarta mínu. Mér er sem eg hafi lagt hendur á föður minn og móður — já, á heilaga mynd sjálfrar Guðsmóð- ur.... Hefi eg og jafnan verið at- hvarfs- og værðarlaus síðan, eins og sá, sem öllu hefir glatað! Allt, sem eg girntist, hefir mér að engu orðið. Eg hefi verið afhrak eitt og úrþvætti — enda er nú þrek mitt að þrotum komið. „Það eru laun synda minna, er að mér þyrma“, sagði eg við prestinn. Og hann samsinnti því. „Og nú skalt þú fara“, mælti hann, „upp með ánni, alla leið til líkneskisins helga í þorpi því, er þú framdir óhæf- una, og fá fyrirgefningu á henni. Fyr munt þú aldrei öðlast frið“. Og nú hefi eg ráfað meðfram elfunni, alla leið heiman frá ætt- stöðvum mínum — samfleytt daga og nætur, til að fá lausn synda minna hjá hinni heilögu Guðsmóður. En þó fyrst og fremst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.