Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Side 74

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Side 74
360 Gersemar sveitaþorpsins. [Stefnir fengið að tala við „patrónuna". Hann átti sem sé við húsfreyjuna. En er Anna Resí heyrir að hann er pílagrímur — einn hinna mörgu, er leituðu hvíldar hjá henni á leið til helgistaðarins, gengur hún til dyra. Þar stendur komumaðurinn, í ferða-úlpu mikilli, með rifna skó á fótunum, hrafnsvartan hár- lubba, sítt skegg og sognar kinn- ar. — Hún horfir á hann — — og heilsar honum: „Guð blessi þig!“ Þá víkur hún undan, sezt niður og snýr baki við glugganum. Hann fellur á kné á miðju gólfi, eins og hann stóð, í úlpunni miklu. „Traðkið á mér“, segir hann. „Til þess er eg hingað kominn! Eg er Luigi — hinn velski“. Hún situr hreyfingarlaus og horfir á hann. „Eg var verri en þjófur — eg var ræningi", segir hann og ber sér á brjóst, „þegar eg lagði hendur á yður! Guðsmóðir veit, hvort eg hefði þyrmt lífi yðar, ef yður hefði ekki komið hjálp. Eg var verri en morðingi, því eg elsk- aði yður!“ Hún situr hljóð, en hann mælir ennfremur: „Þið voruð mér sem faðir og móðir — eins og systir og bróð- ir. Þér voruð mér sem Guðsmóðir- in sjálf, frá því fyrst er eg sá yður. Þér voruð mér meira en all- ar aðrar konur — hið helgasta í heimi! Mín heitasta þrá var, að mega kyssa rykið af fótum yðar. Þess vegna voru það helgispjöll, er eg lagði hendur á yður. Það hefir presturinn sagt mér, enda fann eg það sjálfur í hjarta mínu. Mér er sem eg hafi lagt hendur á föður minn og móður — já, á heilaga mynd sjálfrar Guðsmóð- ur.... Hefi eg og jafnan verið at- hvarfs- og værðarlaus síðan, eins og sá, sem öllu hefir glatað! Allt, sem eg girntist, hefir mér að engu orðið. Eg hefi verið afhrak eitt og úrþvætti — enda er nú þrek mitt að þrotum komið. „Það eru laun synda minna, er að mér þyrma“, sagði eg við prestinn. Og hann samsinnti því. „Og nú skalt þú fara“, mælti hann, „upp með ánni, alla leið til líkneskisins helga í þorpi því, er þú framdir óhæf- una, og fá fyrirgefningu á henni. Fyr munt þú aldrei öðlast frið“. Og nú hefi eg ráfað meðfram elfunni, alla leið heiman frá ætt- stöðvum mínum — samfleytt daga og nætur, til að fá lausn synda minna hjá hinni heilögu Guðsmóður. En þó fyrst og fremst

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.