Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Side 30

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Side 30
316 Hroðalegt ferðalag. [Stefnir kosti þeyttist eg fram hjá opinu sem vatnið fór út um. En svo náði hringiðan í mig. Eg sogaðist inn í pípuna, og enn þeyttist eg áfram í áttina til Port Elizabet. Eftir þetta vissi eg lítið af mér. Eg var eitthvað að hugsa um það, hvað orðið væri af skón- um mínum, því að eg gat ekki fundið, að eg væri með þá á fót- unum. En svo fór eg að rekast svo óþyrmilega í og fekk svo sárar kvalir og sting í brjóst og síður og hingað og þangað, að eg hætti að hugsa um skóna. Svo fannst mér höfuðið á mér vera keyrt aftur á bak. Eg fann eitthvað heitt renna ofan í mig. Eg fann að handleggirnir á mér skókust til án þess að eg gerði nokkuð til þess sjálfur*). Og *) Öndunartilraunir. þetta er nú allt, sem eg get sagt í fréttum af þessu hroðalega ferða lagi mínu, fyrsta og — vonandi — síðasta ferðalaginu sem farið verður þarna á milli, í þessu. far- artæki!“ Metcalf var nokkrar vikur í sjúkrahúsinu í Port Elizabet. — Hann var lítið meiddur. En taug- ar hans voru mjög bilaðar, og hann fékk lausn frá störfum með eftirlaunum. Til þess að sýna, hve lífshættan var mikil, skal þess get- ið hér, að næst þegar vatni var hleypt í leiðsluna, sprungu píp- urnar á 14 mílna svæði af því að þær offylltust. í það skifti hefði því engin minnsta lífsvon verið fyrir mann í pípunum. HVERT STEFNIR HEIMURINN? Eftir Jean Richard Bloch. Þróunarferli mannanna má lýsa með tveimur orðum: ótti og leti. I. Ótti. Óttinn knýr manninn til þess að forðast návígi og kennir hon- um ráð til þess að Ijósta óvininn úr fjarlægð. Það var stórt spor í áttina, þegar hermaður fékk boga og ör í stað spjótsins eins. Bog-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.