Sagnir - 01.04.1980, Side 10

Sagnir - 01.04.1980, Side 10
mynda slr sjálfstæðar skoðanir og verða virkir þáttakendur í lýðræðisþjóðfélagi. Um miðjan áratuginn ríkti þó vaxandi óánægja með þessa sögukennsluaðferð - ekki aðeins í hópi sögukennara, heldur einnig meðal foreldra og stjórnmálamanna. Greinin lenti í sviðsljósinu einmitt í þann mund er öflug umræða um menntakerfið í heild stóð yfir og rætt var um endurbætur á grunnskólanum, sem síðan átti að fylgja eftir með endurbótum á framhaldsskólakerfinu. Margir aðilar töldu, að við séftæka sagnfræðiheimildarýni töpuðu nemendur yfirsýn yfir sögulega þróun. Það var orðið meira og minna tilviljunum háð hvað fengist var við í grein- inni - þar sem meginatriðið var aðferðin, heimildarýnin. Nem- endurnir gátu utskrifast úr skólakerfinu með góða þekkingu á heimildum varðandi einvalds- hyllinguna árið 1660, undan- haldið frá Danavirki 1864, Ink- ana^og þróunina í suðurhluta Afríku - en ef til vill án þess að vita hvað grundvallarhugtök á borð við "endurreisnartíma" "léflssftipulag" o.s.frv. fela í sér eða án þess að hafa heyrt fjallað um frönsku byltinguna eða Hitler. Aherslan á að- ferðafræðina gat auðveldlega leitt til þess, að öll söguleg viðfangsefni og vandamál urðu jafnvæg - eða jafn lítilvæg. Samfélagsfrædi Þannig hljómaði gagnrýnin. Og í opinberu umræðunni var greinin léttvæg fundin. Því kom það ekki á óvart, þegar grunnskólalögin nýju voru sett árið 1975, að staða sögunnar varð veik. 1 3. - 5. bekk var hún felld inn í kennslu £ sam- félagsfræði, sem alls var 3 vikustundir. í 6. - 7. bekk hlaut greinin þó sjálfstæða stöðu með tvær vikustundir. í 8. - 10. bekk var komið á fót nýrri grein "samtímasamfélags- fræði" þar sem unnt var að fjalla um sagnfræðilega þætti, en að öðru leyti var viðfangs- efni greinarinnar nokkuð ó- ljóst. Saga varð valgrein í 8. - 10. bekk á sama hátt og landafræði, líffræði, þýska og ýmsar hagnýtar greinar, svo sem vélritun og fleira. Þar sem stundaskráin gerði aðeins ráð fyrir fáum valgreinatímum, og þar sem þýskunám var skilyrði fyrir réttindum til framhalds.- náms í menntaskóla, þá kom fljótlega í ljós, að þetta varð til þess að aðeins 5 - 10 % nemenda í 8. - lo. bekk nutu sögukennslu. Það liggur í aug- um uppi að þetta hafði áhrif á sögukennslu í fyrstu bekkjum menntaskólanna. Olík gagnrýni Þegar á árunum 1974-5 höfðu sögukennarar komið að vandamál- um greinarinnar í blaðagreinum og í eigin málgögnum. Gagnrýni óx á aðferðafræðieinbeitinguna í greininni, en hún hafði leitt fremur tilviljunarkennda og misdreifða umfjöllun um ólík söguskeið. Krafan um að fylgja bæri "rauðu þráðunum" í kennsl- unni lenti í brennidepli hjá gagnrýnendunum - og foreldrar og stjórnmálamenn studdu þessa kröfu í vaxandi mæli, þó að þeim væri e.,t.v. ekki ætíð ljóst, að þeir höfðu ekki sama þráðinn í huga (þannig voru þeir sem stóðu lengst til hægri og þeir sem stóðu yst til vinstri á einu máli um þetta, svo lengi sem ekki var nánar skilgreint, hver "rauði þráður- inn" ætti að vera) . 1 hópi sögukennara var hins vegar ljóst, að engar óskir voru þar á lofti um afturhvarf til "ár- tala-og-kóngarunu"-kennslunnar, heldur óskir um yfirsýn yfir sögulega þróun í krafti "þróun- ar- og samhengisskilnings" sem fyrst og fremst skyldi hvíla á þekkingu á þeim ól£ku fram- J

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.