Sagnir - 01.04.1980, Side 15

Sagnir - 01.04.1980, Side 15
Loftur Guttormsson Fólksfjöldasaga og söguleg lýdfrædi Fátt eitt um rannsóknarhefdir og nýmœli Á vettvangi félagssögu er söguleg lýðfræði (historisk demografi) sú grein sem einna mestur vöxtur hefur hlaupið í á síðustu áratugum. Greinin hefur öðlast viðurkenndan sess innan sagnfræðinnar vítt um lönd.allt frá Noregi til Róm- önsku Ameríku,svo sein alþjóð- legar ráðstefnur og sérhæfð tímarit bera vott um. Ætlunin er að víkja hér nokkrum orðuin að þroskaskilyrðum greinarinn- ar,aðferðafræði hennar og þeim ávinningum sem hún getur státað af.bæði varðandi spurningar og svör sem sagnfræðingar reyna að sækja í greipar fortíðar. En fyrst er nauðsynlegt að fjalla nokkuð um eldri fræða- hefðir á sviði fólksfjölda- sögu,enda líklegt að þær skýri að nokkru hví íslenskir sagn- fræðingar hafa ekki nýtt þá moguleika sem heimildir sýnast gefa til rannsókna í anda sögu- legrar lýðfræði. Fólksfjö Idasaga Það er kunnara en frá þurfi að segja að áhugi manna á þró- un fólksfjölda í sögunnar rás er ekki nýr af nálinni,enda lætur heitið fólks- eða mann- fjöldasaga(Bevölkerungsge- schichte,population history) kunnuglega í eyrum. Þótt fólks- fjöldastaðreyndir væru eins konar hernaðarleyndarmál stór- velda allt fram á 19.öld,hefur landstjórnar- og fræðimönnum löngum þótt forvitnilegt að koma tölu á íbúa þeirra svæða sem þeir hafa fjallað um hverju sinni og komast að því hvernig þeir skiptust eftir byggðum, stéttum og stigum. Hitt er ekki að undra þótt erfitt hafi reynst að komast að áreiðan- legri niðurstöðu um fólks- fjölda á fyrri söguskeiðum áður en nútímaleg hagskýrslugerð kom til sögunnar (1). Með örfá- um undantekningum komst hún ekki í fast horf í ríkjum vest- anverðrar Evróðu fyrr en á fyrstu áratugum 19.aldar (2). Hvað eldri söguskeið varðar hafa talnafræðingar og sagn- fræðingar getað beitt hugviti sínu og hugmyndaflugi æði frjálslega til að áætla tölu mannf ólksins. Nú vill svo kynlega til að íslendingar eignuðust fullgilt manntal löngu áður en eðlilegt hefði mátt telja ef miðað er við þróunarstig landsins í sjórnsýslu og skrifræði (3). Manntalið 1703 er einstæð heimild í fólksfjöldasögu, "hið fyrsta sem tekið hefur ver- ið eftir nútímalegum reglum, Það tilgreinir nöfn,aldur og heimilisstöðu sérhvers hinna 50.358 manna sem þá byggðu landið".(Imhof,1977: 36),(4) Hvílíkur fyrirburður

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.