Sagnir - 01.04.1980, Side 16

Sagnir - 01.04.1980, Side 16
 þetta manntal var má n.a, marka á því að hið næsta,sem jafnaðist á við það að gæðum, var ekki tekið fyrr en heilli öld síðar eða árið 1801.(5) Raunverulega var það fyrst 1835 sem ísland komst á svipað stig í hagskýrslugerð og Svíar náðu um miðja 18.öld, en upp frá því voru manntöl tek- in reglulega á fimm ára fresti iram til 1860 og síðan með tíu ára bili.(6) Hins vegar gilti um ísland sama regla og um Damnörku og Noreg að biskup- um landsins var gert,með konungsbréfi 1735,að krefja sóknarpresta árlega um skrá yíir fædda og dána.(7) Fiá því ári að telja er því varð- veitt óslitin talnaröð fæddra og dáinna á íslandi. Þessar tölur hafa menn notað,með nokkrum útreikningi af'tur í tímann,til að áætla um heild- arfjölda landsmanna 1734 og þi'óun hans upp frá því.(8) í ofangreindar heimildir hafa menn allt frá 18.öld sótt maJ'gvíslega vitneskju ,ekki aðeins um sjálfa fólkstöluna og uppistöðuþætti hennar - ár- lega tölu fæddra,dáinna og fluttra - heldur og um gerð og samsetningu fólksfjöldans ef'tir aldr i , kynferði , búsetu , hjúskaparstett og heimilisstöðu. Á máli tölfræðinnar hafa slík- ar staðreyndir verið settar fram m.a. sem íæðingar- og dánartíðni,tíðni ungbarnadauða, a ldurspýramí ði og h júskaparhlu t- föll, Það hefur einmitt verið viðfangseíni þeirra sem fást við hefðbundna fólksfjölda- sögu að draga fram í dagsljós- ið og skýra breytingar á þess- um þáttum,(9) Viðleitni manna til að sýna og skýra slíkar breytingar á landsvísu hefur löngu hafið íólksfjöldasögu til vegs innan almennrar sagnfræði. Það er t.d. augljóst að skammtíma-sveiflur eða langtíma-breytingar á dánartíðni verða ekki skýrðai' nema vitneskja fáist um áhrifa- þætti eins og efnalega afkomu manna á hlutaðeigandi tíma, en hún er aftur háð náttúru- legum aðstæðum eins og veður- fari,ná ttúruhamförum,viðgangi sóttkveikja og/eða menningar- bundnum atriðum, s.s. verktækni, húsakosti,mataræði og heilsu- gæslu. Um leið og farið er að

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.