Sagnir - 01.04.1980, Page 30

Sagnir - 01.04.1980, Page 30
 Helgi Þorláksson Ingólfur Á. Johannesson SigurcJur Ragnarsson Sagnir: Hvað viljið þið segja um stöðu íslenskrar sagn- fræði í dag? Helgi: Eðlilegast er að miða þetta við fyrri ár og líta þá í fyrsta lagi á út- gáfumál. I þeim efnum virðist mér að mikil gróska sé ríkj- andi; ég nefni þar Sögu Islands, tímaritið Sögu, sem kemur út reglulega og fleiri tímarit sem helga sig sagnfræðilegu efni og loks Skírni og tímarit sem sækjast eftir sams konar efni. Mér sýnist á bókarútgáfu síðustu þriggja til fimm ára að sagn- fræði hafi verið hálfgert í tísku og jafnvel leyst af hólmi dulræn efni. Fjöldi þess fólks sem sæk- ist eftir sagnfræðilegu lestrar- efni er allstór eftir þessu að dæma og líklega stækkandi, sbr. að félögum í Sögufélaginu fjölg- ar stöðugt. Loks virðist mér að það sé miklu almennar.i og meiri um- ræða meðal sagnfræðinga en ver- ið hefur. Sagnfræðingafélagið starfar og líflegri sagnfræði- umræða er innan Háskólans en ég minnist áður. Núna er fjallað í háskólakennslu um sögu 2o. aldar, sem varla var á drepið fyrir aðeins örfáum árum. Sé á heildina litið finnst mér því að staða íslenskrar sagn- fræði um þessar mundir sé miklu betri en hún var fyrir 5 til lo árum síðan. Ingólfur: Mig langar sér- staklega til að benda á þá aukningu sem orðið hefur á nemendum í sagnfræði í Háskól- anum og í framhaldi af því hversu margir sagnfræðinemar líta núna á sagnfræðina sem sína aðalgrein en ekki auka- grein með íslensku en ég hef grun um að þeir hafi verið ansi fáir fyrir t.d. 5-lo árum. Ég held að sagnfræðin eigi eftir að eflast enn frekar þegar þetta lið hefur útskrifast í stórum hópum, oft með aukagrein- ar sem fyrst og fremst eru vald- ar sem stoðgreinar; félagsfræðis stjórnmálafræði, mannfræði,hag- fræði og landafræði svo eitt- hvað sé nefnt.

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.