Sagnir - 01.04.1980, Page 38

Sagnir - 01.04.1980, Page 38
ríkjum Hvers vegna fórst þú út í sagnfræðinám? Ég vildi fara út í eitthvert breitt nám, sem gæfi á eftir möguleika á sviði eins og kennslu og blaðamennsku, sem hugur minn stóð til. Ég velti dálítið fyrir mér bókmenntum en sagan varð nú ofan á. Það réð einnig miklu að fara til Bretlands. Hefur það háð þér að hafa enga kennslu fengið í íslands- sögu í háskóla? Það hefur aldrei komið að sök; fyrst og fremst vegna þess að sagnfræðinám byggist mest á því að tileinka sér vissa tækni. Hvernig hefur þessi tækni nýst þér í blaðamennsku? Að hluta til beitir sagn- fræðingurinn sömu tækni og góð- ur blaðamaður gerir og ég tel VicTtal vicf Vilmund Gylfason að sagnfræðinám sé góður undir- búningur fyrir almenn störf eins og blaðamennsku, bæði hvað varðar vinnubrögð og þann massa af námsefni, sem þú meðtekur á þessum ferli. Fyrir þann, sem hefur viljað afla sér undirbún- ingsgóðrar almennrar menntunar lá leiðin lengi vel í lög- fræði. Að einhverju leyti hef- ur viðskiptafræðin tekið við hvað þetta varðar. Sagnfræðin á að geta þjónað nákvæmlega sama tilgangi, sé námið vel úr garði gert, þá er þetta góð menntun ef hún er byggð upp með hagsögukúrsum og tengdum kúrsum af því tagi. NÚ varst þú einn af fyrstu rannsóknarblaðaraönnunum á ís- landi. Telur þú þig hafa haft mikil áhrif í þeim efnum? Á þeim tíma, sem ég var við nám í Englandi, voru að eiga sér stað miklar breytingar í engilsaxneskri blaðamennsku, bæði vestan hafs og austan. Maður fylgdist með þessu og varð auðvitað fyrir vissum á- hrifum. Þegar heim kom reyndi maður, ásamt fleirum, að heim- færa þetta hér. Um þetta leyti var að verða bylting á íslenska f jölmiðlamarkaðinum, þegar __ fjölmiðlakerfið var að brjótast

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.