Sagnir - 01.04.1980, Side 43
hugsanlega fengið. Hefur stefna
blaðsins, eða sérstök stefnuskrá
hafi hún verið sett fram, verið
í samræmi við stefnu þess flokks
sem það síðar varð málgagn fyrir.
Hið síðara atriði er það, að for-
ystusveitir smáflokkanna, þ.e.
frambj óðendur, flokksstj órnarmenn
og aðstandendur málgagnsins, hafa
að mestu leyti verið skipaðar
mönnum sem klofið hafa sig úr
eða gengið undan merkjum annarra
flokka. Stundum eru framboðin
eingöngu komin til af þeim sökum
að klofningur með undanfarandi
stefnuágreiningi hefur átt sér
stað innan einhvers þingflokksins
eða þá að valdaátök hafa valdið
klofningi. Eina framboðið sem er
undanskilið að þessu leyti er
KSML. Stafar skammlífi margra
flokkanna af þeim sökum, að
stefnuágreiningurinn hefur ekki
verið það mikilvægur að hann hafi
getað klofið flokkinn í heild
sinni og svift hann því fylgi er
nægði smáflokknum til að koma
þingmanni að. Undantekning frá
þessu er að vissu leyti Þjóðvarn-
arflokkurinn, en fyrst og fremst
Utan flokka - Alþýðubandalags
1967 og síðar Samtakanna. Einnig
ber að hafa í huga samhengið milli
forystusveita smáflokkanna inn-
byrðis, svo og tengslin milli
ýmissa stjórnmálahreyfinga s.s.
lögskilnaðarhreyfingarinnar og
ýmissa samtaka andstæðinga her-
námsins annars vegar og forystu-
sveita smáflokkanna hins vegar.
Þannig má segja að þráðurinn milli
lögskilnaðarhreyfingarinnar og
Þjóðveldismanna og síðar Lýðveld-
isflokksins 1953 sé nokkuð sam-
felldur. Einnig eru samfelld
tengsl frá Þjóðvarnarfélag.inu og
síðar Samtökum- liernámsandstæðinga
og Friðlýsts Íands yfir til Þjóð-
varnarflokksins og síðan frá
Þjóðvarnarflokki yfir til fram-
boðs Utan flokka - Alþýðubanda-
lags og síðan Samtakanna. Mýnes-
hreyfingin átti einnig aðild að
framboði Samtakanna.
Hér eru engin tök á að gera
stefnu og sögu sérhvers flokks
einhver skil, en hins vegar
verður leitast við að lýsa
nokkrum meginatriðum framboða
smáflokkanna og lögð áhersla á:
1) hugmyndafræði og stefnu þeirra,
2) viðbrögð þingflokkanna og 3)
hvaða aðstæður hafa skapað for-
sendur fyrir framboðunum.
Hugmyndafrœdi og stefnumál
Haegri / vinstri
Ef hugmyndafræði flokkanna er
skoðuð með tilliti til efnahags-
legrar skiptingar í hægri/vinstri
má sjá, að tiltölulega mestur
hluti er á miðju stefnubilinu,
þ.e. sósíaldemókratískir flokkar
eða miðjuflokkar, en lítið um
flokka til hægri við Sjálfstæðis-
flokk og til vinstri við Alþýðu-
bandalag, en slíkt framboð kemur
fyrst'fram 1974 (Sjá töflu I).
Þegar slík skipting eftir afstöðu
til efnahagsmála er gerð, verður
þó að gæta að tvennu. 1 fyrsta
lagi hefur stefna þingflokkanna
tekið nokkrum breytingum og skipt-
ingin því ekki gerð eftir föstum
skorðum. Þannig eru bæði sveifl-
ur í stefnu flokka á einstökum
tímabilum sem m.a. fara eftir af-
stöðu til ríkisstjórna, svo og
hefur langtíma stefnumótun verið á
þá leið að bæði Alþýðubandalag
og Alþýðuflokkur hafa færst heldur
til hægri með tímanum en Sjálf-
stæðisflokkur hins vegar til
vinstri ef eitthvað væri. Sú
þróun gefur hins vegar tilefni
til að fram kæmi framboð til
vinstri við Alþýðubandalag og
til hægri við Sjálfstæðisflokk.
I öðru lagi verður að gæta þess,
að mat á stefnu ýmissa smáflokka
til hægri eða vinstri er ekki
einhlít, þar sem meginstefnumál
þeirra hafa verið afmörkuð við