Sagnir - 01.04.1980, Síða 47

Sagnir - 01.04.1980, Síða 47
Vidbrögcf þingflokkanna Flokksk líkun Viðbrögð þingflokkanna við framboðum smáflokkanna eru nokk- uð á einn veg. 1 fyrstu birta málgögn þeirra í mesta lagi frétt þess efnis að nýr flokkur hafi verið stofnaður, en síðan reyna þau að þegja hann í hel. Gangi það ekki, t.d. af þeim sökum að flokkurinn hefur yfir að ráða öflugu málgagni,þá hefja þau harðar árásir á hann og því öflugri sem tengslin milli þing- flokksins og smáflokksins eru meiri,,ef um klofning er að ræða. Yfirleitt er reglan þó sú, að meðan smáflokkurinn er óþekkt stærð og í raun ekki vitað til hvaða flokks hann muni sækja fylgi, þá er hans sem minnst getið. Þingflokkarn- ir hafa einnig brugðið á það ráð að takmarka verulega, eða jafnvel afnema með öllu tíma smáflokkanna í þeirri dagskrá sem helguð er kosningunum í ríkisfjölmiðlunum. Hefur út- varpsráð borið ýrasu við í því sambandi, s.s. að bjóða þurfi fram í öllum kjördæmum, að um- ræðurnar séu bundnar við þing- menn eina og þá því aðeins þing- flokkanna o.s.frv. Hafa smá- flokkarnir bent á þetta í mál- flutningi sínum sem lýsandi dæmi um valdníðslu flokksræðis- ins og andlýðræðislegra stjórn- arháttu. Þannig var t.d. Mýnes- hreyfingin og Utan flokka- Al- þýðubandalag útilokað algerlega frá ríkisfjölmiðlunum. Frjáls þjóð hafði þetta um málið að segja skömmu fyrir kosningarnar 1967: Flokksklíkurnar, sem hafa tögl og hagldir bæði í yfir- kjörstjórn og útvarpsráði láta nú skammt stórra högga á milli gegn framboðslista Hannibals Valdimarssonar o.fl. Ekki er þornað blekið á ger- ræðisfullum tilkynningum yfirkjörstjórnar um að fram- boðslisti Hannibals o.fl. skuli merktur"l - listi ut- anflokka" þrátt fyrir skýr og ótvíræð fyrirmæli lands- kjörstjórnar um að hann skyldi teljast flokkslisti Alþýðubandalagsins og merkt- ur GG, en nýtt högg dynur yf- ir og nú frá útvarpsráði: Framboðslisti Hannibals Valdimarssonar o. fl. skal útilokaður frá áhrifamestu fjölmiðlunartækjum þjóðarinn- ar, útvarpi og sjónvarpi."(1) Þegar KSML var synjað um að koma fram í kosningaumræðum 1974 fóru þau fram á lögbann á dag- skrána, en þeirri kröfu var ei sinnt. Taldi KSML þetta vera brot á 3. grein stjórnarskránn- ar, þar sem segir að útvarpið skuli halda í he.iðri lýðræðis- legar grundvallarreglur, virða tjáningarfrelsi og gæta óhlut- drægni gagnvart öllum flokkum og hefði þetta sýnt að lýðræðið næði aðeins til "útsendinga á áróðri borgaralegra kjaftaskúma'.' Smáflokkarnir hafa þó haft enn alvarlegri ásakanir á flokks- ræðið en takmarkaðan eða engan tíma í ríkisfjölmiðlunum. Lýð- veldisflokkurinn ásakaði t.d. Bjarna Benediktsson þáverandi dómsmálaherra um að hafa í krafti embættis síns fengið undirskrifta- lista stuðnigsmanna flokksins hjá landskjörstjórn, síðan látið hefja hringingar með hótunum við undirskrifendur og ógnað þeim á ýmsa lund. Sömu sögu höfðu Þjóðveldismenn að segja. Nálega allir flokkar telja stuðnings- menn sína hafa orðið fyrir stjórnmálaofsóknum fyrir þær sakir einar að hafa brotist und- an flokksveldi þingflokkanna. Nefna þeir í slíkum tilfellum brottvikningu úr starfi eða em- (1) Frjáls þjóð, 25. maí, 1967.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.