Sagnir - 01.04.1980, Qupperneq 47
Vidbrögcf þingflokkanna
Flokksk líkun
Viðbrögð þingflokkanna við
framboðum smáflokkanna eru nokk-
uð á einn veg. 1 fyrstu birta
málgögn þeirra í mesta lagi
frétt þess efnis að nýr flokkur
hafi verið stofnaður, en síðan
reyna þau að þegja hann í hel.
Gangi það ekki, t.d. af þeim
sökum að flokkurinn hefur yfir
að ráða öflugu málgagni,þá hefja
þau harðar árásir á hann og því
öflugri sem tengslin milli þing-
flokksins og smáflokksins eru
meiri,,ef um klofning er að
ræða. Yfirleitt er reglan þó
sú, að meðan smáflokkurinn er
óþekkt stærð og í raun ekki
vitað til hvaða flokks hann
muni sækja fylgi, þá er hans
sem minnst getið. Þingflokkarn-
ir hafa einnig brugðið á það
ráð að takmarka verulega, eða
jafnvel afnema með öllu tíma
smáflokkanna í þeirri dagskrá
sem helguð er kosningunum í
ríkisfjölmiðlunum. Hefur út-
varpsráð borið ýrasu við í því
sambandi, s.s. að bjóða þurfi
fram í öllum kjördæmum, að um-
ræðurnar séu bundnar við þing-
menn eina og þá því aðeins þing-
flokkanna o.s.frv. Hafa smá-
flokkarnir bent á þetta í mál-
flutningi sínum sem lýsandi
dæmi um valdníðslu flokksræðis-
ins og andlýðræðislegra stjórn-
arháttu. Þannig var t.d. Mýnes-
hreyfingin og Utan flokka- Al-
þýðubandalag útilokað algerlega
frá ríkisfjölmiðlunum. Frjáls
þjóð hafði þetta um málið að
segja skömmu fyrir kosningarnar
1967:
Flokksklíkurnar, sem hafa
tögl og hagldir bæði í yfir-
kjörstjórn og útvarpsráði
láta nú skammt stórra högga
á milli gegn framboðslista
Hannibals Valdimarssonar o.fl.
Ekki er þornað blekið á ger-
ræðisfullum tilkynningum
yfirkjörstjórnar um að fram-
boðslisti Hannibals o.fl.
skuli merktur"l - listi ut-
anflokka" þrátt fyrir skýr
og ótvíræð fyrirmæli lands-
kjörstjórnar um að hann
skyldi teljast flokkslisti
Alþýðubandalagsins og merkt-
ur GG, en nýtt högg dynur yf-
ir og nú frá útvarpsráði:
Framboðslisti Hannibals
Valdimarssonar o. fl. skal
útilokaður frá áhrifamestu
fjölmiðlunartækjum þjóðarinn-
ar, útvarpi og sjónvarpi."(1)
Þegar KSML var synjað um að
koma fram í kosningaumræðum 1974
fóru þau fram á lögbann á dag-
skrána, en þeirri kröfu var ei
sinnt. Taldi KSML þetta vera
brot á 3. grein stjórnarskránn-
ar, þar sem segir að útvarpið
skuli halda í he.iðri lýðræðis-
legar grundvallarreglur, virða
tjáningarfrelsi og gæta óhlut-
drægni gagnvart öllum flokkum
og hefði þetta sýnt að lýðræðið
næði aðeins til "útsendinga á
áróðri borgaralegra kjaftaskúma'.'
Smáflokkarnir hafa þó haft
enn alvarlegri ásakanir á flokks-
ræðið en takmarkaðan eða engan
tíma í ríkisfjölmiðlunum. Lýð-
veldisflokkurinn ásakaði t.d.
Bjarna Benediktsson þáverandi
dómsmálaherra um að hafa í krafti
embættis síns fengið undirskrifta-
lista stuðnigsmanna flokksins
hjá landskjörstjórn, síðan látið
hefja hringingar með hótunum við
undirskrifendur og ógnað þeim
á ýmsa lund. Sömu sögu höfðu
Þjóðveldismenn að segja. Nálega
allir flokkar telja stuðnings-
menn sína hafa orðið fyrir
stjórnmálaofsóknum fyrir þær
sakir einar að hafa brotist und-
an flokksveldi þingflokkanna.
Nefna þeir í slíkum tilfellum
brottvikningu úr starfi eða em-
(1) Frjáls þjóð, 25. maí, 1967.