Sagnir - 01.04.1980, Page 55
breytingar orðið varðandi náms-
matið. T.d. eru sumir háskólar
farnir út á braut svokallaðs
símats. Þá er öll vinna nem-
enda metin jafnóðum. En það er
einkennandi fyrir sagnfræðinám
í Bretlandi að mikil áhersla er
lögð á ritgerðasmíðina.
angri á ári„ í M.A.-náminu eru
mjög strangar kröfur um afköst,
en þær eru ekki eins strangar í
B.A.-náminu. í M.A.-náminu er
t.d. ekki um það að ræða að
vera hálfu ári lengur en gert
er ráð fyrir samkvæmt kerfinu
Allt er bundið við ákveðinn
tíma .
Ritgerðir eru alltaf í gangi
jafnt og þétt, allt frá upphafi
náms til loka. árangur í rit-
gerðasmíð ræður miklu um það
hverjir komast á M.A.-stig. Þá
er og lögð áhersla á skrifleg
próf og að mínu áliti hefur •
víða verið lagt of mikið upp úr
skriflegum prófum £ námsmati
borið saman við ritgerðavinn-
una. En þetta er að breytast
og hlutur ritgerðanna að verða
stærri. Það er rökstutt með
þvi að færni í ritgerðasmxð
sýni vel hvernig nemandinn sé
í stakk búinn til sagnfræðiiðk-
ana, hvað hann hafi fengið út
úr náminu þegar hann hefur
starfsferil að námi loknu.
Þess vegna sé eðlilegt að meta
námið sem mest á þessum grund-
velli.
Hvernig er námshraða háttað?
Gerðar eru skýrar kröfur um
námshraða og að fólk skili til-
teknum lágmarksafköstum og ár-
Hvaða kennsluform eru ríkj-
andi? Eru þau svipuð og hér?
Taka verður tillit til þess
hve mikill stærðarmunur er á
H.í. og mörgum háskólum erlend-
is, þ.á.m. Edinborgarháskóla.
í Edinborg eru miklu fleiri
sagnfræðinemar en hér og framan
af námstímanum er mikið um mjög
fjölmenn námskeið. Það geta
verið allt að þrjú hundruð
manns á sama námskeiðil Við
slíkar aðstæður fer kennslan að
miklu leyti fram í fyrirlestrum
en jafnframt eru vikulegir um-
ræðutímar sem skylt er að
sækja. Kennari sem annast til-
tekinn umræðuhóp fer jafnan yf-
ir ritgerðir nemenda í þeim
hópi. Miðað er við að ekki séu
fleiri en tíu nemendur í hverj-
um umræðuhópi. Þegar fram í
sækir verða námskeiðin sér-
hæfðari og fámennari og þá er
kennslan að mestu leyti £
seminarformi. Á fámennustu
námskeiðunum eru stundum aðeins
tveir - þrír nemendur.
Hvað er háskólaárið langt í
Edinborg?
Því er skipt í þrjár annir
og á fyrstu tveimur árunum er
yfirleitt prófað í lok hverrar
annar. Haustönn byrjar snemma
í október og stendur fram undir
jól. Vorönn byrjar um lo. jan-
úar og stendur fram í miðjan
mars. Páskaleyfið er lengra en
jólaleyfið - en reyndar vinna
nemendur oftast að verkefnum í
leyfum - og sumarönn byrjar um
miðjan apríl og þá er kennt í
sex vikur. Vorpróf geta svo
staðið fram yfir 2o. júní.